Innlent

Kanna persónuverndamál vegna viðskiptatengslaforrits

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skúli Eggert Þórðarson segir að verið sé að kanna persónuverndaþátt málsins.
Skúli Eggert Þórðarson segir að verið sé að kanna persónuverndaþátt málsins.
„Ríkisskattstjóri er að kanna persónuverndaþátt málsins," segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri í samtali við Vísi.

Eins og greint var frá í fréttum RÚV í gær hefur Ríkisskattstjóri lokað á aðgang Jóns Jóseps Bjarnasonar að upplýsingagrunni úr fyrirtækjaskrá. Jón hefur á undanförnum dögum kynnt gagnaforrit sem sýnir með myndrænum hætti tengsl manna í atvinnulífinu. Gögnin voru unnin úr fyrirtækjaskrá hjá Ríkisskattstjóra.

Þannig sagðist Jón Jósep í samtali við DV um daginn geta sýnt fram á að Finnur Ingólfsson, fjárfestir og fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra, og Kristinn Hallgrímsson, lögmaður S-hópsins sem keypti Búnaðarbankann árið 2003, væru tengdir á 850 vegu í gegnum eignarhaldsfélög og fyrirtæki sem þeir hafa verið prófkúruhafar fyrir og gegnt stjórnarsetu hjá.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×