Enski boltinn

West Ham hlustar á tilboð í alla

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, gæti þurft að selja leikmenn nú í janúar.
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, gæti þurft að selja leikmenn nú í janúar.

West Ham hefur tilkynnt að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í hvaða leikmann hópsins sem er. Margir leikmenn West Ham hafa verið orðaðir við önnur lið.

Helst er talað um að Craig Bellamy sé á förum en hann hefur verið orðaður við Tottenham og Mancester City. Miðjumaðurinn Scott Parker er einnig eftirsóttur eins og markvörðurinn Robert Green.

Björgólfur Guðmundsson hefur fengið að finna fyrir efnahagsástandinu og ljóst að West Ham er allavega ekki að fara að kaupa leikmenn í félagaskiptaglugganum. Scott Duxbury, stjórnarmaður hjá félaginu, segir það þó ekki endilega þýða að það verði að selja leikmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×