Enski boltinn

Breytingar hjá Chelsea í sumar

Nordic Photos/Getty Images

Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, segist eiga von á því að allt að fimm leikmenn muni fara frá félaginu í sumar í uppstokkun sem fyrirhuguð er hjá Lundúnaliðinu.

Buck segir að peningum verði varið í að styrkja hóp liðsins í sumar en segir félagið þó kjósa að fjármagna fyrirhuguð kaup sín með því að selja eitthvað af þeim leikmönnum sem fyrir eru hjá félaginu.

"Við höfum enn ekki fengið tækifæri til að setjast niður og ræða áform okkar í sumar en ég á allt eins von á að nokkrir leikmenn fari frá félaginu og nokkrir komi í þeirra stað. Ég veit ekki hvort það verða þrír, fjórir eða fimm leikmenn, en eitthvað á því bili," sagði Buck í samtali við Daily Mirror.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×