Framleiðendur leiktækja ástarlífsins fá ekki fyrirgreiðslu í bönkum frekar en önnur fyrirtæki. Afurðalán eru ekki veitt.
Margir framleiðendur í Asíu hafa því gripið til þess ráðs að selja af lagerum sínum á stórlækkuðu verði. Við það bætist að sjóflutningar hafa minnkað svo mikið að verðið hefur hrunið.
Kenneth Strandby sem nú er að undirbúa mikla kynlífsmessu í Árósum í Danmörku segir í viðtali við danska blaðið BT að venjulegt verð fyrir gám af titrurum frá Asíu til Danmerkur hafi verið um 715 þúsund. Nú sé það komið niður í 225 þúsund.
Strandby segir að þetta leiði til þess að leikföngin sem verða á messunni í Árósum verði seld á hálfvirði.
Hann nefnir sem dæmi að rafhlöðuknúinn Pearldriver titrari sem kosti 7.157 krónur út úr búð í dag verði seldur á 3.578 krónur.