Liverpool enn án sigurs á árinu 28. janúar 2009 21:54 Mido tryggði Wigan stig gegn Liverpool AFP Liverpool mistókst í kvöld að komast upp fyrir Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið mátti gera sér að góðu 1-1 jafntefli við vængbrotið lið Wigan á útivelli. Liverpool virtist vera í góðum málum á JJB í kvöld eftir að Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun kom liðinu yfir, en spænski framherjinn Fernando Torres átti þar að auki skot í stöngina á marki Wigan. Heimamenn misstu tvo lykilmenn úr liði sínu í janúarglugganum og þá voru nokkur skörð höggvin í liðið vegna leikbanna og meiðsla. Það kom þó ekki í veg fyrir að Steve Bruce og félagar blésu til sóknar og skömmu fyrir leikslok jafnaði Egyptinn Mido metin í 1-1 með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Lucas Leiva fyrir brot á Jason Koumas. Mido var að spila sinn fyrsta leik fyrir Wigan eftir að hafa komið frá Middlesbrough á dögunum. Wigan átti skot í slá undir lok leiksins en jafntefli varð niðurstaðan. Úrslitin þýða að Wigan forðaðist þriðja tapið í röð, en Liverpool hefur gert þrjú jafntefli í röð og missti Chelsea upp fyrir sig í annað sætið í deildinni. Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á árinu. Manchester United hefur 50 stig á toppnum eftir 22 leiki en Liverpool og Chelsea hafa 48 stig eftir 23 leiki. Kalou tryggði Chelsea sigur á Boro Chelsea skaust í annað sætið með 2-0 sigri á Middlesbrough. Salomon Kalou skoraði bæði mörk Chelsea upp úr hornspyrnum frá Frank Lampard og slakt Boro hefur fyrir vikið ekki unnið leik í síðustu ellefu viðureignum sínum. Chelsea virðist enn eiga eftir að finna sitt besta form undir stjórn Luiz Scolari en ljóst er að ekkert annað en hörð fallbarátta bíður lærisveina Gareth Southgate. Van Persie tryggði Arsenal stig Arsenal tryggði sér dramatískt 1-1 jafntefli gegn Everton á útivelli í leik þar sem liðið átti í raun ekki skilið að fá stig. Hinn ótrúlegi Tim Cahill kom Everton yfir í leiknum með sínu 100. marki en þurfti síðar að haltra meiddur af velli. Robin van Persie var hetja Arsenal þegar hann jafnaði metin í uppbótartíma. AFP Bellamy skoraði í sínum fyrsta leik Framherjinn Craig Bellamy byrjaði feril sinn hjá Manchester City með stæl í kvöld þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-1 sigri á fyrrum félögum hans í Newcastle. Þetta var í fyrsta skipti sem Bellamy skorar mark í sínum fyrsta leik fyrir nýtt félag á ferlinum, en hann skoraði einmitt mark gegn Newcastle í sínum síðasta leik fyrir West Ham um daginn. City var miklu betra liðið framan af leik og Shaun Wright-Phillips kom liðinu í forystu áður en Bellamy skoraði annað markið á 77. mínútu. Andy Carroll minnkaði muninn eftir herfileg varnarmistök Wayne Bridge á 80. mínútu en lengra komust Newcastle menn ekki. Michael Owen fór meiddur af velli í leiknum, eftir að hafa verið tæklaður niður af Nigel de Jong - öðrum nýjum liðsmanni City. Sammi taplaus hjá Blackburn Bolton virtist eiga sigurinn vísan gegn Blackburn á útivelli þar sem liðið komst í 2-0 forystu með mörkum frá Matthew Taylor og Kevin Davies, sem skoraði eftir undirbúning Grétars Steinssonar. Blackburn vaknaði ekki fyrr en liðið var á síðari hálfleik en þar náðu þeir Stephen Warnock og Benni McCarthy að jafna fyrir Blackburn. McCarthy misnotaði vítaspyrnu áður en hann jafnaði í blálokin og mátti Bolton þakka fyrir að fá stig út úr leiknum. Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu en Bolton hefur ekki unnið sigur í síðustu fimm leikjum. Blackburn hefur ekki tapað síðan Sam Allardyce, fyrrum stjóri Bolton, tók við liðinu af Paul Ince. Sex töp í röð hjá Hull Skelfilegt gengi Hull City hélt áfram í kvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir West Ham á útivelli. West Ham hefur verið á fínni siglingu undir stjórn Gianfranco Zola undanfarið og gat leyft sér að klúðra vítaspyrnu í leiknum. Carlton Cole og David di Michele skoruðu mörk West Ham en Mark Noble klikkaði á fjórðu vítaspyrnu liðsins í síðustu fimm leikjum. Markvörðurinn Matt Duke spilaði sinn fyrsta leik fyrir Hull og bjargaði liði sínu frá stórtapi með mjög góðri frammistöðu. Úrslitin í kvöld: West Ham United 2 - 0 Hull City 1-0 D. Di Michele ('33) 2-0 C. Cole ('51)Wigan Athletic 1 - 1 Liverpool 0-1 Y. Benayoun ('41) 1-1 Mido ('83, víti)Blackburn Rovers 2 - 2 Bolton Wanderers 0-1 M. Taylor ('15) 0-2 K. Davies ('35) 1-2 S. Warnock ('66) 2-2 B. McCarthy ('87)Chelsea 2 - 0 Middlesbrough 1-0 S. Kalou ('58) 2-0 S. Kalou ('81)Everton 1 - 1 Arsenal 1-0 T. Cahill ('61) 1-1 R. van Persie ('90)Manchester City 2 - 1 Newcastle United 1-0 S. Wright-Phillips ('17) 2-0 C. Bellamy ('77) 2-1 A. Carroll ('81) Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Liverpool mistókst í kvöld að komast upp fyrir Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið mátti gera sér að góðu 1-1 jafntefli við vængbrotið lið Wigan á útivelli. Liverpool virtist vera í góðum málum á JJB í kvöld eftir að Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun kom liðinu yfir, en spænski framherjinn Fernando Torres átti þar að auki skot í stöngina á marki Wigan. Heimamenn misstu tvo lykilmenn úr liði sínu í janúarglugganum og þá voru nokkur skörð höggvin í liðið vegna leikbanna og meiðsla. Það kom þó ekki í veg fyrir að Steve Bruce og félagar blésu til sóknar og skömmu fyrir leikslok jafnaði Egyptinn Mido metin í 1-1 með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Lucas Leiva fyrir brot á Jason Koumas. Mido var að spila sinn fyrsta leik fyrir Wigan eftir að hafa komið frá Middlesbrough á dögunum. Wigan átti skot í slá undir lok leiksins en jafntefli varð niðurstaðan. Úrslitin þýða að Wigan forðaðist þriðja tapið í röð, en Liverpool hefur gert þrjú jafntefli í röð og missti Chelsea upp fyrir sig í annað sætið í deildinni. Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á árinu. Manchester United hefur 50 stig á toppnum eftir 22 leiki en Liverpool og Chelsea hafa 48 stig eftir 23 leiki. Kalou tryggði Chelsea sigur á Boro Chelsea skaust í annað sætið með 2-0 sigri á Middlesbrough. Salomon Kalou skoraði bæði mörk Chelsea upp úr hornspyrnum frá Frank Lampard og slakt Boro hefur fyrir vikið ekki unnið leik í síðustu ellefu viðureignum sínum. Chelsea virðist enn eiga eftir að finna sitt besta form undir stjórn Luiz Scolari en ljóst er að ekkert annað en hörð fallbarátta bíður lærisveina Gareth Southgate. Van Persie tryggði Arsenal stig Arsenal tryggði sér dramatískt 1-1 jafntefli gegn Everton á útivelli í leik þar sem liðið átti í raun ekki skilið að fá stig. Hinn ótrúlegi Tim Cahill kom Everton yfir í leiknum með sínu 100. marki en þurfti síðar að haltra meiddur af velli. Robin van Persie var hetja Arsenal þegar hann jafnaði metin í uppbótartíma. AFP Bellamy skoraði í sínum fyrsta leik Framherjinn Craig Bellamy byrjaði feril sinn hjá Manchester City með stæl í kvöld þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-1 sigri á fyrrum félögum hans í Newcastle. Þetta var í fyrsta skipti sem Bellamy skorar mark í sínum fyrsta leik fyrir nýtt félag á ferlinum, en hann skoraði einmitt mark gegn Newcastle í sínum síðasta leik fyrir West Ham um daginn. City var miklu betra liðið framan af leik og Shaun Wright-Phillips kom liðinu í forystu áður en Bellamy skoraði annað markið á 77. mínútu. Andy Carroll minnkaði muninn eftir herfileg varnarmistök Wayne Bridge á 80. mínútu en lengra komust Newcastle menn ekki. Michael Owen fór meiddur af velli í leiknum, eftir að hafa verið tæklaður niður af Nigel de Jong - öðrum nýjum liðsmanni City. Sammi taplaus hjá Blackburn Bolton virtist eiga sigurinn vísan gegn Blackburn á útivelli þar sem liðið komst í 2-0 forystu með mörkum frá Matthew Taylor og Kevin Davies, sem skoraði eftir undirbúning Grétars Steinssonar. Blackburn vaknaði ekki fyrr en liðið var á síðari hálfleik en þar náðu þeir Stephen Warnock og Benni McCarthy að jafna fyrir Blackburn. McCarthy misnotaði vítaspyrnu áður en hann jafnaði í blálokin og mátti Bolton þakka fyrir að fá stig út úr leiknum. Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu en Bolton hefur ekki unnið sigur í síðustu fimm leikjum. Blackburn hefur ekki tapað síðan Sam Allardyce, fyrrum stjóri Bolton, tók við liðinu af Paul Ince. Sex töp í röð hjá Hull Skelfilegt gengi Hull City hélt áfram í kvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir West Ham á útivelli. West Ham hefur verið á fínni siglingu undir stjórn Gianfranco Zola undanfarið og gat leyft sér að klúðra vítaspyrnu í leiknum. Carlton Cole og David di Michele skoruðu mörk West Ham en Mark Noble klikkaði á fjórðu vítaspyrnu liðsins í síðustu fimm leikjum. Markvörðurinn Matt Duke spilaði sinn fyrsta leik fyrir Hull og bjargaði liði sínu frá stórtapi með mjög góðri frammistöðu. Úrslitin í kvöld: West Ham United 2 - 0 Hull City 1-0 D. Di Michele ('33) 2-0 C. Cole ('51)Wigan Athletic 1 - 1 Liverpool 0-1 Y. Benayoun ('41) 1-1 Mido ('83, víti)Blackburn Rovers 2 - 2 Bolton Wanderers 0-1 M. Taylor ('15) 0-2 K. Davies ('35) 1-2 S. Warnock ('66) 2-2 B. McCarthy ('87)Chelsea 2 - 0 Middlesbrough 1-0 S. Kalou ('58) 2-0 S. Kalou ('81)Everton 1 - 1 Arsenal 1-0 T. Cahill ('61) 1-1 R. van Persie ('90)Manchester City 2 - 1 Newcastle United 1-0 S. Wright-Phillips ('17) 2-0 C. Bellamy ('77) 2-1 A. Carroll ('81)
Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira