Enski boltinn

West Ham skoðar ungan kantmann

Nsereko er undir smásjá West Ham
Nsereko er undir smásjá West Ham NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður kantmannsins Savio Nsereko hjá B-deildarliði Brecia á Ítalíu segir að West Ham hafi sýnt leikmanninum áhuga.

Nsereko þessi er 19 ára gamall og sló í gegn með U-19 ára landsliði Þjóðverja þegar liðið varð Evrópumeistari síðasta sumar.

Hann er fæddur í Úganda en flutti ungur til Þýskalands þar sem hann var á mála hjá 1860. Hann gekk til liðs við Brecia árið 2005.

Nsereko hefur einnig vakið áhuga Napoli á Ítalíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×