Enski boltinn

Riera og Torres tryggðu Liverpool sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres í baráttunni í dag.
Fernando Torres í baráttunni í dag. Nordic Photos / Getty Images

Liverpool vann í dag 2-0 sigur á Preston í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar með mörkum frá Albert Riera og Fernando Torres sem kom inn á sem varamaður.

Torres hefur ekki leikið með Liverpool að undanförnu vegna meiðsla en hann kom inn á á 73. mínútu fyrir Robbie Keane sem hafði farið illa með mörg færi í leiknum.

Riera skoraði fyrra mark Liverpool á 24. mínútu með glæsilegu skoti en síðara markið kom ekki fyrr en á lokamínútu uppbótartíma.

Heimamenn reyndu þá að sækja til þess að jafna metin en það færði Liverpool sér í nyt. Steven Gerrard slapp aleinn í gegn og lagði upp auðvelt mark fyrir Torres sem kom rétt á eftir honum.

Gerrard hefur mikið verið í pressunni að undanförnu vegna meintrar líkamsárásar á aðfaranótt mánudags en það var ekki að sjá að það hafi komið niður á frammistöðu hans í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×