Innlent

Segir viðbrögð vegna hvalveiði skaðleg þjóðinni

Heimir Már Pétursson skrifar

Fjármálaráðherra segir að viðbrögð bandarísku verslunarkeðjunnar Whole Foods Market við hvalveiðum Íslendinga sýni, að veiðarnar hafi skaðleg áhrif á hagsmuni þjóðarinnar. Meta þurfi hvort hvalveðum skuli haldið áfram.

Verslunarkeðjan sendi sjávarútvegsráðherra, Steingrími J. Sigfússyni bréf í dag þar sem km fram að íslenskar vörur yrðu sniðgengnar vegna ákvörðunar fyrrum sjávarútvegsráðherra, Einars K. Guðfinnssonar, sem stórauk heimildir til hrefnuveiða rétt áður en hann lét af embætti í janúar.

Viðbrögð erlendu keðjunnar eru bæði hörð og skaðleg fyrir íslenska hagsmuni.

Steingrímur segir að skoða verði hvernig veiðararnar og markaðssetning hvalaafurðanna gangi og hvaða áhrif veiðarnar hafa á þjóðarbúið. Whole Foods Market í Bandaríkjunum reka 270 verslanir og hafa staðið fyrir kynningu á ýmsum íslenskum vörum eins og skyri, þar sem áhersla er lögð á umhverfisvernd og sjálfbærni við framleiðsluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×