Innlent

Vill slíta samstarfi við AGS ef sjóðurinn stendur sig ekki

Heimir Már Pétursson skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingar eigi að segja upp samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn geti sjóðurinn ekki staðið við stuðning sinn við Íslendinga. Ríkisstjórnin ætti að íhuga stöðu sína þegar tveir stjórnarþingmenn vilji ekki vera í ríkisstjórn vegna Icesave.

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar funduðu með formönnum stjórnarflokkanna um stöðuna í Icesave málinu í morgun að ósk Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að fundi loknum að augljóst væri að ekki samningaviðræður stæðu enn yfir við Breta og Hollendinga og því ekki komin niðurstað í málið. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin áttaði sig á því að hún væri bundin af samþykktum Alþingis.

„Það var ágætis andi á þessum fundi. Það fóru fram mjög hreinskiptar viðræður. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim vanda sem ríkisstjórnin er í við þessar aðstæður," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum fundi.

„En mín skoðun er sú að það geti tekist betri samstaða um það að standa fast á sínu í þessu máli og síðan í framhaldinu taka mögulegum afleiðingum af því, heldur en að ná samstöðu um fullkomna uppgjöf," segir Bjarni.

Bjarni útilokar ekki að Íslendingar segi samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn upp.

„Ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er einhvers konar fyrirbæri sem er allt annars eðlis en hann gefur sig út fyrir að vera, höfum við ekkert í samstarfi við hann að gera," segir Bjarni.




Tengdar fréttir

Vill samstöðu um kröfu á sanngjarnri málsmeðferð

„Þetta var ágætur fundur. Hann var mjög málefnalegur og þetta voru ágætis skoðanaskipti sem áttu sér stað á þessum fundi," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, eftir fund í Stjórnarráðinu í dag. Hann, ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar, funduðu með leiðtogum ríkisstjórnarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×