Umfjöllun: Stórsigur Grindavíkur gegn FH Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2009 15:47 Úr leik liðanna á síðustu leiktíð. Mynd/Daníel Miðað við leik FH og Grindavíkur í dag var ekkert sem gaf það til kynna að um væri að ræða annars vegar liðið í efsta sætinu og hins vegar lið í neðri hluta deildarinnar. FH liðið var gjörsamlega heillum horfið á meðan Grindvíkingar áttu virkilega góðan leik. Grindvíkingar fögnuðu 3-0 sigri sem verður að teljast fyllilega verðskuldað. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og strax á fyrstu mínútu fékk Óli Stefán Flóventsson gott færi en Daði varði frekar slakan skalla Óla. Scott Ramsay gerði hins vegar öllu betur þegar hann kom Grindvíkingum yfir á 5.mínútu. Hann fékk þá glæsilega sendingu innfyrir vörn FH frá Gilles Ondo og kláraði færið af stakri snilld framhjá Daða í markinu. FH-ingar voru ekki líkir sjálfum sér í fyrri hálfleiknum. Þeir ógnuðu marki Grindvíkinga mjög lítið og sköpuðu sér ekki eitt hættulegt tækifæri. Grindvíkingar börðust hins vegar eins og ljón og áttu hættulegar skyndisóknir. Gilles Mbang Ondo kom þeim í 2-0 á 25.mínútu með skoti af markteig eftir góða sendingu frá Ramsay þar sem vörn FH var illa á verði. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik voru Grindvíkingar líklegri til að bæta við og Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo fóru báðir illa með prýðileg færi áður en flautað var til leikhlés. FH liðið var gjörsamlega á hælunum allan fyrri hálfleikinn og spil liðsins í molum. Í síðari hálfleik lágu Grindvíkingar örlítið meira til baka en í þeim fyrri en þrátt fyrir það gekk FH bölvanlega að skapa sér hættuleg marktækifæri. Það var ekki fyrr en hinn 16 ára gamli Kristján Gauti Emilsson kom inn að almennilegt færi liti dagsins ljós. Þá slapp Kristján Gauti í gegn en Óskar Pétursson varði vel í marki Grindavíkur. Leikmenn Grindavíkur börðust eins og ljón og Scott Ramsay var eins og kóngur í ríki sínu í sóknarleiknum. Jóhann Helgason skoraði síðasta mark leiksins á 82.mínútu með góðu skoti frá vítateig og áður en Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka gaf hann Tor Erik Moen sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir brot á Davíð Þór Viðarssyni. Sanngjarn sigur Grindavíkur staðreynd og ljóst að FH-ingar þurfa að girða sig í brók fyrir næsta leik sem er gegn fallkandídötum Þróttar.FH - Grindavík 0-30-1 Scott Ramsay (5.mín) 0-2 Gilles Mbang Ondo (25.mín) 0-3 Jóhann Helgason (82.mín) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (7) Skot (á mark): 9-11 (5-8)Varin skot: Daði 5 - Óskar 5Horn: 5 - 5Aukaspyrnur fengnar: 16 - 17Rangstöður: 3 - 3 FH (4-3-3) Daði Lárusson 6 Pétur Viðarsson 4 Sverrir Garðarsson 4 Freyr Bjarnason 3 (74 Tommy Nielsen -) Hjörtur Logi Valgarðsson 3 Matthías Vilhjálmsson 3 Davíð Þór Viðarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 4 (62 Kristján Gauti Emilsson 6) Ólafur Páll Snorrason 4 (62 Brynjar Benediktsson 5) Alexander Toft Söderlund 4 Atli Viðar Björnsson 4 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 8 Óli Stefán Flóventsson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7Scott Ramsay 8 - Maður leiksinsBen Ryan Long 7 (90 Páll Guðmundsson -) Þórarinn Brynjar Kristjánsson 7 Tor Erik Moen 7 Jóhann Helgason 6 (90 Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 (90 Gunnar Þorsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Grindavík. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Miðað við leik FH og Grindavíkur í dag var ekkert sem gaf það til kynna að um væri að ræða annars vegar liðið í efsta sætinu og hins vegar lið í neðri hluta deildarinnar. FH liðið var gjörsamlega heillum horfið á meðan Grindvíkingar áttu virkilega góðan leik. Grindvíkingar fögnuðu 3-0 sigri sem verður að teljast fyllilega verðskuldað. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og strax á fyrstu mínútu fékk Óli Stefán Flóventsson gott færi en Daði varði frekar slakan skalla Óla. Scott Ramsay gerði hins vegar öllu betur þegar hann kom Grindvíkingum yfir á 5.mínútu. Hann fékk þá glæsilega sendingu innfyrir vörn FH frá Gilles Ondo og kláraði færið af stakri snilld framhjá Daða í markinu. FH-ingar voru ekki líkir sjálfum sér í fyrri hálfleiknum. Þeir ógnuðu marki Grindvíkinga mjög lítið og sköpuðu sér ekki eitt hættulegt tækifæri. Grindvíkingar börðust hins vegar eins og ljón og áttu hættulegar skyndisóknir. Gilles Mbang Ondo kom þeim í 2-0 á 25.mínútu með skoti af markteig eftir góða sendingu frá Ramsay þar sem vörn FH var illa á verði. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik voru Grindvíkingar líklegri til að bæta við og Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo fóru báðir illa með prýðileg færi áður en flautað var til leikhlés. FH liðið var gjörsamlega á hælunum allan fyrri hálfleikinn og spil liðsins í molum. Í síðari hálfleik lágu Grindvíkingar örlítið meira til baka en í þeim fyrri en þrátt fyrir það gekk FH bölvanlega að skapa sér hættuleg marktækifæri. Það var ekki fyrr en hinn 16 ára gamli Kristján Gauti Emilsson kom inn að almennilegt færi liti dagsins ljós. Þá slapp Kristján Gauti í gegn en Óskar Pétursson varði vel í marki Grindavíkur. Leikmenn Grindavíkur börðust eins og ljón og Scott Ramsay var eins og kóngur í ríki sínu í sóknarleiknum. Jóhann Helgason skoraði síðasta mark leiksins á 82.mínútu með góðu skoti frá vítateig og áður en Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka gaf hann Tor Erik Moen sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir brot á Davíð Þór Viðarssyni. Sanngjarn sigur Grindavíkur staðreynd og ljóst að FH-ingar þurfa að girða sig í brók fyrir næsta leik sem er gegn fallkandídötum Þróttar.FH - Grindavík 0-30-1 Scott Ramsay (5.mín) 0-2 Gilles Mbang Ondo (25.mín) 0-3 Jóhann Helgason (82.mín) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (7) Skot (á mark): 9-11 (5-8)Varin skot: Daði 5 - Óskar 5Horn: 5 - 5Aukaspyrnur fengnar: 16 - 17Rangstöður: 3 - 3 FH (4-3-3) Daði Lárusson 6 Pétur Viðarsson 4 Sverrir Garðarsson 4 Freyr Bjarnason 3 (74 Tommy Nielsen -) Hjörtur Logi Valgarðsson 3 Matthías Vilhjálmsson 3 Davíð Þór Viðarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 4 (62 Kristján Gauti Emilsson 6) Ólafur Páll Snorrason 4 (62 Brynjar Benediktsson 5) Alexander Toft Söderlund 4 Atli Viðar Björnsson 4 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 8 Óli Stefán Flóventsson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7Scott Ramsay 8 - Maður leiksinsBen Ryan Long 7 (90 Páll Guðmundsson -) Þórarinn Brynjar Kristjánsson 7 Tor Erik Moen 7 Jóhann Helgason 6 (90 Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 (90 Gunnar Þorsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Grindavík. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti