Enski boltinn

Hermann í Atvinnumennirnir okkar í kvöld

AFP
Knattspyrnukappinn Hermann Hreiðarsson verður til umfjöllunar í þættinum Atvinnumennirnir okkar á Stöð 2 sport í kvöld.

Hermann er fyrirliði íslenska landsliðsins og mikill grallari og óhætt að lofa líflegum þætti. Í þættinum, sem er á dagskrá klukkan 20 í kvöld, verður m.a. rætt við David James, Sol Campbell og knattspyrnustjóra Portsmouth, Tony Adams.

Strax á eftir verður þátturinn Utan Vallar á dagskrá Stöðvar 2 sport. Þar verður nærmynd af Jóni Arnóri Stefánssyni körfuboltamanni í KR og rætt verður við Geir Þorsteinsson formann Knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×