Innlent

Vill að forseti Alþingis taki landráðabrigsl til skoðunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra frábiður sér ásakanir um landráð.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra frábiður sér ásakanir um landráð.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að forsætisnefnd Alþingis taki það til sérstakrar umræðu hversu oft ráðherrar í ríkisstjórninni hefur verið brigslað um landráð og að hafa ekki gætt hagsmuna Íslendinga í Icesave deilunni. Þetta sagði Jóhanna í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var að spyrja Jóhönnu út í samskipti hennar við ráðherra annarra ríkja vegna Icesave deilunnar. Jóhanna sagði að samskiptin hafi verið töluvert mikil, bæði með bréfaskiptum og samtölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×