Innlent

Icesave tefur afgreiðslu skattamála

MYND/Pjetur

Þingfundi lauk á öðrum tímanum í nótt og var þá umræðu um Icesave-frumvarpið frestað en henni verður fram haldið í dag. Fyrir lok þingfundar var atkvæðagreiðsla um dagskrártillögu frá stjórnarandstöðuflokkunum um að dagskrá dagsins í dag yrði með þeim hætti að fyrst yrðu skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar tekin til umræðu auk annarar umræðu um frumvarp til fjáraukalaga. Síðan yrði hafist handa við að ræða icesave málið.

Tillagan var felld. Birgir Ármannsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins segir það því meðvitaða ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna að taka Icesave fram yfir skattamálin og fjáraukalögin. Fyrr um daginn hafði stjórnarandstaðan lagt til að Icesave yrði frestað uns fyrstu umræu um skattamálin væri lokið svo hægt yrði að senda þau í nefnd.

Birgir segir að fylgt hafi sögunni að stjórnarandstaðan væri tilbúin að semja um takmarkaðan umræðutíma varðandi þessi mál, þannig að öllum væri ljós sá vilji hennar að nefndin fengi sem bestan tíma til að fjalla um málin. „Á þessa útréttu sáttahönd stjórnarandstöðunnar var slegið," segir þingmaðurinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×