Íslenski boltinn

Björgólfur fær gullskóinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgólfur Takefusa, KR-ingur.
Björgólfur Takefusa, KR-ingur. Mynd/Anton

Björgólfur Takefusa varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla eftir að hann skoraði öll fimm mörk KR í 5-2 sigri á Val í dag.

Þegar dagurinn hófst var Björgólfur þremur mörkum á eftir Atla Viðari Björnssyni, FH-ingi, sem tókst ekki að skora í dag. FH gerði jafntefli við Fylki, 1-1.

Björgólfur skoraði alls sextán mörk í sumar. Atli Viðar skoraði fjórtán og fær því silfurskóinn.

Alfreð Finnbogason, leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörk fyrir sína menn gegn Grindavík og því alls þrettán mörk. Hann fær bronsskóinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×