Innlent

50 svanir á leið til landsins

Flugferð. Hægt er að sjá nákvæmar upplýsingar um staðsetningu, flughæð og hraða á netinu.Fréttablaðið/Pjetur
Flugferð. Hægt er að sjá nákvæmar upplýsingar um staðsetningu, flughæð og hraða á netinu.Fréttablaðið/Pjetur

Svanurinn Rocky hvíldi sig í gærkvöldi um 30 kílómetra vestur af Glasgow í Skotlandi fyrir fyrirhugaða flugferð til Íslands. Fylgst verður með ferðum Rocky og 49 annarra svana, sem vonir standa til að muni fljúga til Íslands í sumar, með hjálp GPS-tækja á bökum þeirra.

Sagt er frá svönunum á vef BBC. Þar kemur fram að bresk fuglaverndarsamtök standi fyrir rannsókninni. Ætlunin er að læra meira um ferðir fuglanna.

Á heimasíðu verkefnisins (whooper.wwt.org.uk/whooper) má skoða upplýsingar um hvern svan fyrir sig. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×