Innlent

Hugsanleg sameining skoðuð af fullri einurð

Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs Íslands.
Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs Íslands.
Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs Íslands segir að beiðni Samtaka atvinnulífsins um viðræður um sameiningu samtakanna verði skoðuð af fullri einurð. Þetta kemur fram á heimasíðu Viðskiptaráðs en Vilmundur Jósefsson formaður SA sendi Viðskiptaráði formlegt bréf þessa efnis fyrr í dag.

„Viðskiptaráði Íslands hefur borist beiðni Samtaka atvinnulífs um viðræður um sameiningu samtakanna. Markmið með slíkum viðræðum yrði að efla samtök atvinnurekenda og virkja frumkvæði til beinnar þátttöku í endureisn íslensks efnahagslífs.

Það er hlutverk Viðskiptaráðs að standa vörð um hagsmuni atvinnulífs og efla samkeppnishæfni íslensks hagkerfis. Það verður því skoðað af fullri einurð hvort nánara samstarf eða sameining hagsmunasamtaka atvinnulífs er leið að því marki," segir Erlendur á heimasíðu Víðskiptaráðs vegna málsins.




Tengdar fréttir

SA vill sameinast Viðskiptaráði

Vilmundur Jósefsson, starfandi formaður Samtaka atvinnulífsins, sendi Viðskiptaráði Íslands bréf í dag þar sem þess er farið á leit fór þess á leit að teknar verði upp viðræður um sameiningu samtakanna. Í bréfinu kemur fram að markmið slíkra breytinga yrði að efla samtök atvinnurekenda, auka skilvirkni í rekstri og virkja betur kraft og frumkvæði atvinnurekenda til beinnar þátttöku í endurreisn atvinnulífsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×