Enski boltinn

Liverpool vann verðskuldað

Elvar Geir Magnússon skrifar
Liðsmenn Liverpool fagna í kvöld.
Liðsmenn Liverpool fagna í kvöld.

Liverpool vann í kvöld sinn fyrsta heimasigur í deildinni síðan á öðrum degi jóla. Liðið vann verðskuldaðan 2-0 sigur gegn Sunderland á Anfield en bæði mörkin komu í seinni hálfleik.

Kenwyne Jones slapp einn í gegnum vörn Liverpool snemma leiks en skot hans misheppnað og Pepe Reina varði. Í seinni hálfleik höfðu heimamenn öll völd á vellinum.

David Ngog skoraði fyrra markið af stuttu færi en það var hans fyrsta úrvalsdeildarmak. Það var svo Yossi Benayoun sem skoraði síðara markið. Athygli vakti að Javier Mascherano lék sem hægri bakvörður í liði Liverpool.

Liverpool er áfram í þriðja sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Chelsea en þeir bláklæddu hafa betri markatölu. Sunderland er í tólfta sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×