Steingrímur ósammála mati Moody's 23. september 2009 12:09 Næstu mánuðir munu skera úr um hversu lengi það mun taka Íslendinga að vinna sig út úr kreppunni. Þetta er mat Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann er ósammála matsfyrirtækinu Moody's sem telur að Ísland verði síðast allra landa upp úr kreppunni. Því hefur verið haldið fram, bæði af núverandi ríkisstjórn sem og þeirri sem var við völd á síðasta ári, að þrátt fyrir að Ísland hafi orðið illa fyrir barðinu á alþjóðlegu fjármálakreppunni geti Íslendingar vænst þess að verða fyrstir út úr kreppunni. Bæði Vestanhafs og í Evrópu eru nú ýmis batamerki á lofti og hafa fjölmargir sérfræðingar lýst því yfir að kreppunni sé í raun lokið. Matsfyrirtækið Moody's telur hins vegar að alþjóðlega fjármálakreppan kunni að reynast einna langvinnust hér á landi. Þrátt fyrir að von sé á lítilsháttar hagvexti á næsta ári muni skattahækkanir og niðurskurður hins opinbera draga úr innlendri eftirspurn og lengja þannig kreppuna. Þessu er Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ósammála. „Ég er ekki sammála því mati. Ég held að íslensku hagkerfi og atvinnulífi búi mikill sveigjanleiki og mikill kraftur til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum, en það þarf að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi áður. Það mun skipta miklu máli hvernig til tekst á næstu mánuðum varðandi skuldaúrvinnslu ekki síst atvinnulífsins þannig að það geti hafið nýja sókn á grundvelli endurskipulags fjárhags almennt," segir fjármálaráðherra. Steingrímur telur að botninum verði náð í vetur. „Ég tel að við getum gert okkur vonir um það að á næsta ári þá verðum við búin að sjá það versta. Auðvitað er mikil óvissa ennþá varðandi okkar mál og reyndar fleiri landa eins og þeir benda á. Þannig að haustið og veturinn mun dálítið skera úr um það að sjálfsögðu." Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Næstu mánuðir munu skera úr um hversu lengi það mun taka Íslendinga að vinna sig út úr kreppunni. Þetta er mat Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann er ósammála matsfyrirtækinu Moody's sem telur að Ísland verði síðast allra landa upp úr kreppunni. Því hefur verið haldið fram, bæði af núverandi ríkisstjórn sem og þeirri sem var við völd á síðasta ári, að þrátt fyrir að Ísland hafi orðið illa fyrir barðinu á alþjóðlegu fjármálakreppunni geti Íslendingar vænst þess að verða fyrstir út úr kreppunni. Bæði Vestanhafs og í Evrópu eru nú ýmis batamerki á lofti og hafa fjölmargir sérfræðingar lýst því yfir að kreppunni sé í raun lokið. Matsfyrirtækið Moody's telur hins vegar að alþjóðlega fjármálakreppan kunni að reynast einna langvinnust hér á landi. Þrátt fyrir að von sé á lítilsháttar hagvexti á næsta ári muni skattahækkanir og niðurskurður hins opinbera draga úr innlendri eftirspurn og lengja þannig kreppuna. Þessu er Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ósammála. „Ég er ekki sammála því mati. Ég held að íslensku hagkerfi og atvinnulífi búi mikill sveigjanleiki og mikill kraftur til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum, en það þarf að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi áður. Það mun skipta miklu máli hvernig til tekst á næstu mánuðum varðandi skuldaúrvinnslu ekki síst atvinnulífsins þannig að það geti hafið nýja sókn á grundvelli endurskipulags fjárhags almennt," segir fjármálaráðherra. Steingrímur telur að botninum verði náð í vetur. „Ég tel að við getum gert okkur vonir um það að á næsta ári þá verðum við búin að sjá það versta. Auðvitað er mikil óvissa ennþá varðandi okkar mál og reyndar fleiri landa eins og þeir benda á. Þannig að haustið og veturinn mun dálítið skera úr um það að sjálfsögðu."
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira