Steingrímur ósammála mati Moody's 23. september 2009 12:09 Næstu mánuðir munu skera úr um hversu lengi það mun taka Íslendinga að vinna sig út úr kreppunni. Þetta er mat Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann er ósammála matsfyrirtækinu Moody's sem telur að Ísland verði síðast allra landa upp úr kreppunni. Því hefur verið haldið fram, bæði af núverandi ríkisstjórn sem og þeirri sem var við völd á síðasta ári, að þrátt fyrir að Ísland hafi orðið illa fyrir barðinu á alþjóðlegu fjármálakreppunni geti Íslendingar vænst þess að verða fyrstir út úr kreppunni. Bæði Vestanhafs og í Evrópu eru nú ýmis batamerki á lofti og hafa fjölmargir sérfræðingar lýst því yfir að kreppunni sé í raun lokið. Matsfyrirtækið Moody's telur hins vegar að alþjóðlega fjármálakreppan kunni að reynast einna langvinnust hér á landi. Þrátt fyrir að von sé á lítilsháttar hagvexti á næsta ári muni skattahækkanir og niðurskurður hins opinbera draga úr innlendri eftirspurn og lengja þannig kreppuna. Þessu er Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ósammála. „Ég er ekki sammála því mati. Ég held að íslensku hagkerfi og atvinnulífi búi mikill sveigjanleiki og mikill kraftur til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum, en það þarf að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi áður. Það mun skipta miklu máli hvernig til tekst á næstu mánuðum varðandi skuldaúrvinnslu ekki síst atvinnulífsins þannig að það geti hafið nýja sókn á grundvelli endurskipulags fjárhags almennt," segir fjármálaráðherra. Steingrímur telur að botninum verði náð í vetur. „Ég tel að við getum gert okkur vonir um það að á næsta ári þá verðum við búin að sjá það versta. Auðvitað er mikil óvissa ennþá varðandi okkar mál og reyndar fleiri landa eins og þeir benda á. Þannig að haustið og veturinn mun dálítið skera úr um það að sjálfsögðu." Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Næstu mánuðir munu skera úr um hversu lengi það mun taka Íslendinga að vinna sig út úr kreppunni. Þetta er mat Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann er ósammála matsfyrirtækinu Moody's sem telur að Ísland verði síðast allra landa upp úr kreppunni. Því hefur verið haldið fram, bæði af núverandi ríkisstjórn sem og þeirri sem var við völd á síðasta ári, að þrátt fyrir að Ísland hafi orðið illa fyrir barðinu á alþjóðlegu fjármálakreppunni geti Íslendingar vænst þess að verða fyrstir út úr kreppunni. Bæði Vestanhafs og í Evrópu eru nú ýmis batamerki á lofti og hafa fjölmargir sérfræðingar lýst því yfir að kreppunni sé í raun lokið. Matsfyrirtækið Moody's telur hins vegar að alþjóðlega fjármálakreppan kunni að reynast einna langvinnust hér á landi. Þrátt fyrir að von sé á lítilsháttar hagvexti á næsta ári muni skattahækkanir og niðurskurður hins opinbera draga úr innlendri eftirspurn og lengja þannig kreppuna. Þessu er Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ósammála. „Ég er ekki sammála því mati. Ég held að íslensku hagkerfi og atvinnulífi búi mikill sveigjanleiki og mikill kraftur til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum, en það þarf að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi áður. Það mun skipta miklu máli hvernig til tekst á næstu mánuðum varðandi skuldaúrvinnslu ekki síst atvinnulífsins þannig að það geti hafið nýja sókn á grundvelli endurskipulags fjárhags almennt," segir fjármálaráðherra. Steingrímur telur að botninum verði náð í vetur. „Ég tel að við getum gert okkur vonir um það að á næsta ári þá verðum við búin að sjá það versta. Auðvitað er mikil óvissa ennþá varðandi okkar mál og reyndar fleiri landa eins og þeir benda á. Þannig að haustið og veturinn mun dálítið skera úr um það að sjálfsögðu."
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira