Enski boltinn

Mesta markaþurrð Arsenal í 15 ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger var ekkert sérstaklega hress í dag.
Wenger var ekkert sérstaklega hress í dag. Nordic Photos/Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi eftir leikinn gegn Fulham að markaþurrð liðsins væri farin að hafa áhrif á andlegt ástand leikmanna.

Arsenal hefur ekki skorað í fjórum leikjum í röð í deildinni og hefur slíkt ekki gerst í heil 15 ár.

„Þessi niðurstaða er gremjuleg og vonbrigðin svakaleg. Við þurftum svo sárlega á þremur stigum að halda í dag," sagði Wenger en Arsenal er að gefa hressilega eftir í baráttunni um síðasta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

„Ég tek ekkert af Fulham samt sem spilaði vel og var betra liðið á vellinum fyrstu 20 mínúturnar. Þetta var samt ekki leiðinlegur 0-0 leikur enda sköpuðu bæði lið sér færi.

„Það eru margar ástæður fyrir þessari markaþurrð og ein af þeim er andleg. Það vantar ekki viljann hjá strákunum en þetta liggur bara ekki fyrir okkur þessa dagana."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×