Enski boltinn

Mánuður í Laursen

Elvar Geir Magnússon skrifar

Varnarmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa hefur sett sér það markmið að snúa aftur úr meiðslum í leiknum gegn Manchester United þann 5. apríl.

Hann hefur ekkert leikið síðan 10. janúar en hann þurfti að gangast undir uppskurð á vinstra hné. Laursen er 31. árs og hefur lagt landsliðsskóna á hilluna til að reyna að lengja feril sinn með félagsliðum.

„Allir vita hve vel hann hefur leikið fyrir okkur síðustu tímabil og það verður frábært að fá hann aftur," sagði Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa í viðtali við BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×