Fótbolti

Jóladagatal danska tipsblaðsins - eiginkonur fótboltamanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Belen Rodriguez stóð í ströngu með Marco Borriello þegar hann féll á lyfjaprófi.
Belen Rodriguez stóð í ströngu með Marco Borriello þegar hann féll á lyfjaprófi. Mynd/AFP

Danska Tipsbladet telur niður í jólin með sérstökum hætti á heimasíðu sinni. Blaðamenn danska tipsblaðsins hafa nefnilega grafið upp heitustu kærustur fótboltamanna í dag og birta klæðalitlar myndir af einni á hverjum degi.

Blaðið hefur þegar nefnt til leiks kærustur Diego Forlan, Christian Vieri, Fernando Gago og Marco Borriello.

Auk þess að birta nokkrar myndir af þessum huggulegu konum er farið aðeins yfir sögu þeirra og viðkomandi fótboltamanns en flestar eiga þær nú sameiginlegt að vera í fyrirsætubransanum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fjóra fyrstu dagana í umræddu jóladagatali.

Jóladagatal Tipsblaðsins:

1. desember Zaira Nara

(kærasta Diego Forlan hjá Atletico Madrid) sjá hér

2. desember Giorgia Palmas

(kærasta Christian Vieri sem var síðast hjá Atalanta) sjá hér

3. desember Luli Fernandez

(kærasta Fernando Gago hjá Real Madrid) sjá hér

4. desember Belen Rodriguez

(kærasta eiginkona Marco Borriello hjá AC Milan) sjá hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×