Íslenski boltinn

Umfjöllun: Annar sigur Eyjamanna í röð

Ellert Scheving skrifar
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður ÍBV, skoraði í kvöld.
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður ÍBV, skoraði í kvöld. Mynd/Daníel
ÍBV vann í kvöld 3-1 sigur á Grindavík í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og þar með sinn annan leik í röð í deildinni.

Það var rjómablíða þegar Grindvíkingar heimsóttu Eyjamenn í kvöld í fjörugum leik sem endaði með 3-1 sigri ÍBV. 

Leikurinn byrjaði með miklum látum og skiptust liðin á sækja. Eyjamenn komust svo yfir á 20.mínútu eftir glæsilega sókn. Chris Clements fékk boltann á kantinum, sendi boltann fyrir á Andra Ólafsson sem lagði boltann með brjóstkassanum beint fyrir Gauta Þorvarðarson sem hamraði boltanum í nærhornið. Algerlega óverjandi fyrir Óskar Pétursson markvörð Grindvíkinga.

Eftir markið voru Eyjamenn meira ógnandi en duttu síðan mikið niður á völlinn og hleyptu Grindvíkingum aftur inn í leikinn. Grindvíkingar voru ekki nógu sannfærandi í sínum sóknarleik sem fór aðallega í gegnum Scott Ramsay.

Seinni hálfleikurinn var í eigu Eyjamanna sem réðu gjörsamlega gangi leiksins. Yfirburðir heimamanna skiluðu sér á 65. mínútu með marki frá Ajay Leicht-Smith sem þrumaði knettinum í netið eftir skallasendingu frá Andra Ólafssyni. Aftur stóð Óskar, markvörður Grindvíkinga, varnarlaus í markinu.

Grindvíkingar náðu aðeins að klóra í bakkann þegar Yngvi Borgþórsson braut klunnalega á Emil Símonarsyni inn í teig og vítaspyrna því réttilega dæmd. Gilles Mbang Ondo steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Það kviknaði aðeins á gestunum eftir markið en sú von var slökkt á 93. mínútu þegar Pétur Runólfsson sendi langan bolta upp völlinn. Þar missti varnarmaður Grindavíkur af boltanum og Viðar Örn Kjartansson var einn á auðum sjó og skaut boltanum framhjá Óskari í markinu.

Eyjamenn unnu verðskuldaðan sigur og hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir heldur slappa byrjun.

Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins sem má lesa hér: ÍBV - Grindavík.

ÍBV-Grindavík 3-1

1-0 Gauti Þorvarðarson (20.)

2-0 Ajay Leitch-Smith (65.)

2-1 Gilles Mbang Ondo, víti (88.)

3-1 Viðar Örn Kjartansson (93.)

Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 609

Dómari: Örvar Gíslason (8)

Skot (á mark): 10-7 (6-5)

Varin skot: Albert 4 - Óskar 6

Horn: 4-6

Aukaspyrnur fengnar: 11-14

Rangstöður: 3-2

ÍBV (4-4-2):

Albert Sævarsson 5

Matt Garner 5

Yngvi Magnús Borgþórsson 5

Christopher Clements 8 - maður leiksins

Andrew Mwesigwa 6

Eiður Aron Sigurbjörnsson 6

Andri Ólafsson 7

Þórarinn Ingi Valdimarsson 4

(80. Augustine Nsumba -)

Pétur Runólfsson 5

Ajay Leicht Smith 6

(78. Viðar Örn Kjartansson -)

Gauti Þorvarðarson 7

(65. Arnór Eyvar Ólafsson 5)

Grindavík (4-4-2):

Óskar Pétursson 6

Óli Baldur Bjarnason 4

(61. Sveinbjörn Jónasson 5)

Ray Anthony Johnson 4

Scott Ramsay 4

Marko Valdimar Stefánsson 5

(80. Páll Guðmundsson -)

Jóhann Helgason 5

Orri Freyr Hjaltalín 5

(57. Emil Daði Símonarson 5)

Zoran Stamenic 4

Bogi Rafn Einarsson 4

Gilles Daniel Mbang Ondo 6

Jósef Kristinn Jósefsson 5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×