Umfjöllun: Valur sigraði lánlausa Þróttara Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 1. júní 2009 18:15 Marel Jóhannsson, leikmaður Vals var sprækur í kvöld. Mynd/Vilhelm Valsmenn tóku móti Þrótti á Vodafone-vellinum í kvöld. Fyrir leikinn voru Valsmenn í sjöunda sæti með sjö stig en Þróttarar á botninum með einungis tvö stig. Willum Þór Þórsson mætti til leiks með óbreytt lið frá sigrinum gegn Fram í síðustu umferð en Gunnar Oddsson setti Jón Ragnar inn fyrir Davíð Þór Rúnarsson. Hann hafði hinsvegar breytt uppstillingu liðisins. Hann hafði sett Dennis Danry upp á miðju úr miðverði og Hauk Pál Sigurðsson niður í miðvörð. Jón Ragnar sem kom inn í liðið í kvöld lék á hægri kanti. Strax á fyrstu mínútu komust Valsmenn í sæmilegt færi þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson komst að marki Þróttara en skot hans fór framhjá. Næstu mínútur voru í rólegri kantinum. Einhver hálffæri litu dagsins ljós en ekkert sem fékk hjörtu áhorfenda til að slá örar. Þróttarar voru þó atkvæðameiri og fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað á 23. mínútu. Rafn Andri Haraldsson tók spyrnuna sem fór af varnarmanni Vals í horn. Eftir aukaspyrnuna sóttu Valsmenn í sig veðrið en náðu ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi. Á 30. mínútu dró svo til tíðinda þegar Guðmundur Viðar Mete felldi Rafn Andra Haraldsson inni í teig og dæmdi dómari leiksins Eyjólfur M. Kristinsson vítaspyrnu. Einhverjir vildu sjá Guðmund fá gult spjald að launum en Eyjólfur sleppti Guðmundi undan því en hann hafði fengið spjald fyrr í leiknum. Dennis Danry fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þróttarar því komnir með eitt mark í forskot. Þróttur var ekki lengi í paradís því það tók Valsmenn um mínútu að jafna metin. Þar var á ferðinni Ólafur Páll Snorrason sem setti boltann í markið eftir vandræðagang í vörn Þróttar. Eftir þetta sóttu Valsmenn án afláts og máttu Þróttarar taka á honum stóra sínum til að verjast sóknum Valsmanna. Á 36. mínútu urðu Þróttar svo fyrir áfalli þegar Runólfur Sveinn Sigmundsson ætlaði að senda boltann til baka á markvörð Þróttar en sendingin var arfaslök og stutt. Helgi Sigurðsson náði boltanum og sá Runólfur þann kost vænstan að fella Helga og fékk beint rautt spjald að launum. Það sem eftir lifði hálfleiks sóttu Valsmenn af krafti en Þróttarar náðu að halda fengnum hlut fram að hálfleik. Valsmenn komu grimmir til leiks í síðari hálfleiks og sóttu án afláts. Þróttarar voru þó fastir fyrir og greinilega staðráðnir í að halda fengnum hlut manni færri. Valsmenn voru meirihluta hálfleiksins með boltann en náðu ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi. Á 61. mínútu fékk Ólafur Páll Snorrason opið skotfæri í teig Þróttara en dúndraði boltanum í slá. Þróttarar heppnir þar. Næstu mínútur voru ekki svo ýkja skemmtilegar. Valsmenn sendu boltann milli sín en Þróttarar voru fastir fyrir. Stíflan brast þó á endanum þegar Sigurbjörn Hreiðarsson átti skot rétt utan vítateigs sem hafði viðkomu í varnarmanni og þaðan niður í vinstra markhornið. Valsmenn því komnir verðskuldað yfir ef litið er tíl tíma á bolta. Á 84. mínútu komst Viktor Unnar Illugason í gott færi en Sindri Snær Jensson í marki Þróttara greip nokkuð fast skot hans. Síðustu mínúturnar sóttu Þróttarar eilítið í sig veðrið og freistuðu þess að ræna stigi á Hlíðarenda en allt kom fyrir ekki. Valssigur staðreynd. Valur - Þróttur 2-1 0-1 Dennis Danry (30.mín) 1-1 Ólafur Páll Snorrason (31.mín) 2-1 Sigurbjörn Hreiðarsson (73.mín) Vodafonevöllur. Áhorfendur: 973 Dómari: Eyjólfur M. Kristinsson (5) Skot (á mark): 7-5 (4-2) Varin skot: Haraldur 0 - Sindri Snær 5. Horn: 9-2 Aukaspyrnur fengnar: 10-9 Rangstöður: 2-0Valur (4-4-2) Haraldur Björnsson 5 Steinþór Gíslason 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Guðmundur Viðar Mete 6 Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Ólafur Páll Snorrason 6 Ian Jeffs 6 Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (55. Viktor Unnar Illugason 4) Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4(27. Helgi Sigurðsson 7) Maður leiksinsMarel Jóhann Baldvinsson 7Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 6 Kristján Ómar Björnsson 6 Runólfur Sveinn Sigmundsson 3 Haukur Páll Sigurðsson 6 Birkir Pálsson 5 Jón Ragnar Jónsson 5 Dennis Danry 6 Hallur Hallsson 5 Rafn Andri Haraldsson 6 (75. Davíð Þór Rúnarsson -) Magnús Már Lúðvíksson 6 (39. Hjörtur Júlíus Hjartarson 5) Morten Smidt 6 (87. Andrés Vilhjálmsson -) Leiknum var lýst á boltavakt Vísis. Valur - Þróttur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum: Verð að hrósa mínu liði Willum Þór Þórsson var kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Þrótti fyrr í kvöld. 1. júní 2009 22:12 Gunnar Odds: Þurfum að smíða hafsenta Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar var yfirvegaður, sem endra nær, eftir tap sinna manna gegn Val fyrr í kvöld. 1. júní 2009 22:26 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Valsmenn tóku móti Þrótti á Vodafone-vellinum í kvöld. Fyrir leikinn voru Valsmenn í sjöunda sæti með sjö stig en Þróttarar á botninum með einungis tvö stig. Willum Þór Þórsson mætti til leiks með óbreytt lið frá sigrinum gegn Fram í síðustu umferð en Gunnar Oddsson setti Jón Ragnar inn fyrir Davíð Þór Rúnarsson. Hann hafði hinsvegar breytt uppstillingu liðisins. Hann hafði sett Dennis Danry upp á miðju úr miðverði og Hauk Pál Sigurðsson niður í miðvörð. Jón Ragnar sem kom inn í liðið í kvöld lék á hægri kanti. Strax á fyrstu mínútu komust Valsmenn í sæmilegt færi þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson komst að marki Þróttara en skot hans fór framhjá. Næstu mínútur voru í rólegri kantinum. Einhver hálffæri litu dagsins ljós en ekkert sem fékk hjörtu áhorfenda til að slá örar. Þróttarar voru þó atkvæðameiri og fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað á 23. mínútu. Rafn Andri Haraldsson tók spyrnuna sem fór af varnarmanni Vals í horn. Eftir aukaspyrnuna sóttu Valsmenn í sig veðrið en náðu ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi. Á 30. mínútu dró svo til tíðinda þegar Guðmundur Viðar Mete felldi Rafn Andra Haraldsson inni í teig og dæmdi dómari leiksins Eyjólfur M. Kristinsson vítaspyrnu. Einhverjir vildu sjá Guðmund fá gult spjald að launum en Eyjólfur sleppti Guðmundi undan því en hann hafði fengið spjald fyrr í leiknum. Dennis Danry fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þróttarar því komnir með eitt mark í forskot. Þróttur var ekki lengi í paradís því það tók Valsmenn um mínútu að jafna metin. Þar var á ferðinni Ólafur Páll Snorrason sem setti boltann í markið eftir vandræðagang í vörn Þróttar. Eftir þetta sóttu Valsmenn án afláts og máttu Þróttarar taka á honum stóra sínum til að verjast sóknum Valsmanna. Á 36. mínútu urðu Þróttar svo fyrir áfalli þegar Runólfur Sveinn Sigmundsson ætlaði að senda boltann til baka á markvörð Þróttar en sendingin var arfaslök og stutt. Helgi Sigurðsson náði boltanum og sá Runólfur þann kost vænstan að fella Helga og fékk beint rautt spjald að launum. Það sem eftir lifði hálfleiks sóttu Valsmenn af krafti en Þróttarar náðu að halda fengnum hlut fram að hálfleik. Valsmenn komu grimmir til leiks í síðari hálfleiks og sóttu án afláts. Þróttarar voru þó fastir fyrir og greinilega staðráðnir í að halda fengnum hlut manni færri. Valsmenn voru meirihluta hálfleiksins með boltann en náðu ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi. Á 61. mínútu fékk Ólafur Páll Snorrason opið skotfæri í teig Þróttara en dúndraði boltanum í slá. Þróttarar heppnir þar. Næstu mínútur voru ekki svo ýkja skemmtilegar. Valsmenn sendu boltann milli sín en Þróttarar voru fastir fyrir. Stíflan brast þó á endanum þegar Sigurbjörn Hreiðarsson átti skot rétt utan vítateigs sem hafði viðkomu í varnarmanni og þaðan niður í vinstra markhornið. Valsmenn því komnir verðskuldað yfir ef litið er tíl tíma á bolta. Á 84. mínútu komst Viktor Unnar Illugason í gott færi en Sindri Snær Jensson í marki Þróttara greip nokkuð fast skot hans. Síðustu mínúturnar sóttu Þróttarar eilítið í sig veðrið og freistuðu þess að ræna stigi á Hlíðarenda en allt kom fyrir ekki. Valssigur staðreynd. Valur - Þróttur 2-1 0-1 Dennis Danry (30.mín) 1-1 Ólafur Páll Snorrason (31.mín) 2-1 Sigurbjörn Hreiðarsson (73.mín) Vodafonevöllur. Áhorfendur: 973 Dómari: Eyjólfur M. Kristinsson (5) Skot (á mark): 7-5 (4-2) Varin skot: Haraldur 0 - Sindri Snær 5. Horn: 9-2 Aukaspyrnur fengnar: 10-9 Rangstöður: 2-0Valur (4-4-2) Haraldur Björnsson 5 Steinþór Gíslason 5 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Guðmundur Viðar Mete 6 Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Ólafur Páll Snorrason 6 Ian Jeffs 6 Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (55. Viktor Unnar Illugason 4) Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4(27. Helgi Sigurðsson 7) Maður leiksinsMarel Jóhann Baldvinsson 7Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 6 Kristján Ómar Björnsson 6 Runólfur Sveinn Sigmundsson 3 Haukur Páll Sigurðsson 6 Birkir Pálsson 5 Jón Ragnar Jónsson 5 Dennis Danry 6 Hallur Hallsson 5 Rafn Andri Haraldsson 6 (75. Davíð Þór Rúnarsson -) Magnús Már Lúðvíksson 6 (39. Hjörtur Júlíus Hjartarson 5) Morten Smidt 6 (87. Andrés Vilhjálmsson -) Leiknum var lýst á boltavakt Vísis. Valur - Þróttur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum: Verð að hrósa mínu liði Willum Þór Þórsson var kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Þrótti fyrr í kvöld. 1. júní 2009 22:12 Gunnar Odds: Þurfum að smíða hafsenta Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar var yfirvegaður, sem endra nær, eftir tap sinna manna gegn Val fyrr í kvöld. 1. júní 2009 22:26 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Willum: Verð að hrósa mínu liði Willum Þór Þórsson var kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Þrótti fyrr í kvöld. 1. júní 2009 22:12
Gunnar Odds: Þurfum að smíða hafsenta Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar var yfirvegaður, sem endra nær, eftir tap sinna manna gegn Val fyrr í kvöld. 1. júní 2009 22:26