Gunnar Odds: Þurfum að smíða hafsenta Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 1. júní 2009 22:26 Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar. Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar var yfirvegaður, sem endra nær, eftir tap sinna manna gegn Val fyrr í kvöld. „Við vorum manni færri meirihluta leiksins. En ellefu á móti ellefu litum við ljómandi vel út og vorum þá sterkara liðið á vellinum, það er bara þannig,“ sagði Gunnar en Þróttarar misstu mann útaf á 36. mínútu. Gunnar vill þó meina að Valsmenn geti prísað sig sæla að hafa þá þegar ekki verið búnir að missa mann af velli. Guðmundur Viðar Mete fékk gult spjald snemma leiks og segir Gunnar hann heppinn að hafa ekki fengið annað. „Þegar hann ýtir á bakið Morten þá er þetta bara rautt spjald,“ segir Gunnar en dómari leiksins, Eyjólfur M. Kristinsson lét leikinn halda áfram. „Guðmundur var með gult á bakinu og stundum þegar það er þannig virðist seinna spjaldið öllu þyngra,“ sagði Gunnar sem vildi sjá Guðmund fjúka af velli. „Já já. Það sáu það allir á vellinum. Hver einasti kjaftur sem að talar um það og Valsarar líka.“ Þrátt fyrir tapið er Gunnar engu að síður sáttur við sína menn. „Við spiluðum þetta mjög vel og vorum samstíga í þessu. Þeir setja þarna seinna markið með því að skjóta í mann og inn. Menn spiluðu þessa vörn vel og Sindri er frábær markvörður. Greip vel inn í og varði frábærlega.“ Hann segir að sínir menn hafi einnig átt töluvert inni gegn Grindavík á dögunum þegar liðið tapaði 1-2 í Grindavík. „Það var ekkert slæmur leikur gegn Grindavík heldur um daginn. Fólk má heldur ekki gleyma því að að sex leikjum loknum höfum við spilað fjóra á útivelli.“ Þróttur á næst leik þann 14. júní gegn ÍBV á heimavelli. „Við verðum að nota fríið vel og tjasla mönnum saman. Við munum aldrei gefast upp, það er alveg á tæru.“ Gunnar gerði þá breytingu fyrir leikinn í kvöld að hann setti Hauk Pál Sigurðsson niður í miðvörð og Dennis Danry úr miðverði upp á miðju. „Við vorum að reyna að fá einhvern líkama til þess að glíma við Marel því hann er búinn að fara á kostum hérna í byrjun móts. Hauknum finnst ekkert leiðinlegt að slást og það gekk alveg ágætlega. Marel vill náttúrulega líka þetta „físíkal“ og það var bara að gaman að horfa á þá eigast við,“ sagði Gunnar. „Dennis kom inn á miðjuna og mér fannst koma meiri taktur í miðjuspilið við það.“ Lánið hefur ekki leikið við Þróttarara það sem af er móts. Í næsta leik eru tveir byrjunarliðsmenn í banni, þeir Runólfur Sveinn sem fékk að líta rauða spjaldið í dag og Haukur Páll sem kominn er með fimm gul. Báðir miðverðir leiksins í kvöld eru því í banni. „Við þurfum að smíða einhverja hafsenta, það er klárt,“ sagði Gunnar að lokum. Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur sigraði lánlausa Þróttara Valsmenn tóku móti Þrótti á Vodafone-vellinum í kvöld. Fyrir leikinn voru Valsmenn í sjöunda sæti með sjö stig en Þróttarar á botninum með einungis tvö stig. 1. júní 2009 18:15 Willum: Verð að hrósa mínu liði Willum Þór Þórsson var kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Þrótti fyrr í kvöld. 1. júní 2009 22:12 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar var yfirvegaður, sem endra nær, eftir tap sinna manna gegn Val fyrr í kvöld. „Við vorum manni færri meirihluta leiksins. En ellefu á móti ellefu litum við ljómandi vel út og vorum þá sterkara liðið á vellinum, það er bara þannig,“ sagði Gunnar en Þróttarar misstu mann útaf á 36. mínútu. Gunnar vill þó meina að Valsmenn geti prísað sig sæla að hafa þá þegar ekki verið búnir að missa mann af velli. Guðmundur Viðar Mete fékk gult spjald snemma leiks og segir Gunnar hann heppinn að hafa ekki fengið annað. „Þegar hann ýtir á bakið Morten þá er þetta bara rautt spjald,“ segir Gunnar en dómari leiksins, Eyjólfur M. Kristinsson lét leikinn halda áfram. „Guðmundur var með gult á bakinu og stundum þegar það er þannig virðist seinna spjaldið öllu þyngra,“ sagði Gunnar sem vildi sjá Guðmund fjúka af velli. „Já já. Það sáu það allir á vellinum. Hver einasti kjaftur sem að talar um það og Valsarar líka.“ Þrátt fyrir tapið er Gunnar engu að síður sáttur við sína menn. „Við spiluðum þetta mjög vel og vorum samstíga í þessu. Þeir setja þarna seinna markið með því að skjóta í mann og inn. Menn spiluðu þessa vörn vel og Sindri er frábær markvörður. Greip vel inn í og varði frábærlega.“ Hann segir að sínir menn hafi einnig átt töluvert inni gegn Grindavík á dögunum þegar liðið tapaði 1-2 í Grindavík. „Það var ekkert slæmur leikur gegn Grindavík heldur um daginn. Fólk má heldur ekki gleyma því að að sex leikjum loknum höfum við spilað fjóra á útivelli.“ Þróttur á næst leik þann 14. júní gegn ÍBV á heimavelli. „Við verðum að nota fríið vel og tjasla mönnum saman. Við munum aldrei gefast upp, það er alveg á tæru.“ Gunnar gerði þá breytingu fyrir leikinn í kvöld að hann setti Hauk Pál Sigurðsson niður í miðvörð og Dennis Danry úr miðverði upp á miðju. „Við vorum að reyna að fá einhvern líkama til þess að glíma við Marel því hann er búinn að fara á kostum hérna í byrjun móts. Hauknum finnst ekkert leiðinlegt að slást og það gekk alveg ágætlega. Marel vill náttúrulega líka þetta „físíkal“ og það var bara að gaman að horfa á þá eigast við,“ sagði Gunnar. „Dennis kom inn á miðjuna og mér fannst koma meiri taktur í miðjuspilið við það.“ Lánið hefur ekki leikið við Þróttarara það sem af er móts. Í næsta leik eru tveir byrjunarliðsmenn í banni, þeir Runólfur Sveinn sem fékk að líta rauða spjaldið í dag og Haukur Páll sem kominn er með fimm gul. Báðir miðverðir leiksins í kvöld eru því í banni. „Við þurfum að smíða einhverja hafsenta, það er klárt,“ sagði Gunnar að lokum.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur sigraði lánlausa Þróttara Valsmenn tóku móti Þrótti á Vodafone-vellinum í kvöld. Fyrir leikinn voru Valsmenn í sjöunda sæti með sjö stig en Þróttarar á botninum með einungis tvö stig. 1. júní 2009 18:15 Willum: Verð að hrósa mínu liði Willum Þór Þórsson var kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Þrótti fyrr í kvöld. 1. júní 2009 22:12 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Umfjöllun: Valur sigraði lánlausa Þróttara Valsmenn tóku móti Þrótti á Vodafone-vellinum í kvöld. Fyrir leikinn voru Valsmenn í sjöunda sæti með sjö stig en Þróttarar á botninum með einungis tvö stig. 1. júní 2009 18:15
Willum: Verð að hrósa mínu liði Willum Þór Þórsson var kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Þrótti fyrr í kvöld. 1. júní 2009 22:12