Innlent

Skotárás í Seljahverfi: Kærði samstarfsmann fyrir kynferðisofbeldi

Unnusta mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi vegna haglabyssuskotárásar í Seljahverfi fyrir skömmu, kærði í sumar samstarfsmann sinn til lögreglu fyrir kynferðislegt ofbeldi.

Ríkissaksóknari vísaði málinu vegna skorts á sönnunargögnum en stúlkan hélt því fram að ofbeldið hefði viðgengist í þrjú ár. Eigandi bakarísins, sem stúlkan vann í, átti íbúðina sem unnustinn skaut fimm haglabyssuskotum á.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst var stúlkan ekki rekin vegna þjófnaðar eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×