Fótbolti

McAllister boðið að aðstoða Burley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary McAllister.
Gary McAllister. Nordic Photos / Getty Images

Skoska knattspyrnusambandið hefur boðið Gary McAllister, fyrrum fyrirliða skoska landsilðsins, að gerast þjálfari og aðstoðarmaður George Burley landsliðsþjálfara.

„George hefur þegar rætt við Gary og þetta er undir þeim komið. Ef báðir eru ánægðir munum við ekki standa í vegi fyrir þessu enda undir George sjálfum komið hverja hann vill fá til liðs við sig," sagði Gordon Smith, framkvæmdarstjóri skoska knattspyrnusambandsins.

Steven Pressley hætti sem aðstoðarmaður Burley til að einbeita sér að starfi sínu hjá Falkirk þar sem hann er aðstoðarknattspyrnustjóri.

Skotar mæta Japönum í vináttulandsleik í næsta mánuði og vill Burley ganga frá ráðningu eftirmanns Pressley fyrir þann tíma.

Gary McAllister lék á sínum tíma 57 landsleiki fyrir hönd Skota og hefur síðan hann lagði skóna á hillun þjálfað bæði liðl Coventry og Leeds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×