Enski boltinn

Burnley í góðri stöðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chris Eagles og Jay Tabb eigast við í leiknum í dag.
Chris Eagles og Jay Tabb eigast við í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Burnley vann í dag 1-0 sigur á Reading í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í umspili í ensku B-deildinni.

Liðin mætast á nýjan leik í næstu viku á heimavelli Reading og þá ræðst hvort liðið kemst í úrslitaleikinn á Wembley þar sem sæti í ensku úrvalsdeildinni er undir.

Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley en þurfti að fara af velli strax á 21. mínútu vegna meiðsla.

Brynjar Björn Gunnarsson var í byrjunarliði Reading og var tekinn af velli á 85. mínútu.

Graham Alexander skoraði eina mark leiksins á 85. mínútu úr vítaspyrnu. Andre Bikey, leikmaður Reading, fékk svo að líta beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir brot. Hann missir því af síðari leik liðanna.

Ívar Ingimarsson, leikmaður Reading, er enn frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×