Enski boltinn

Bellamy kominn í raðir City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Craig Bellamy.
Craig Bellamy.

Manchester City hefur gengið frá kaupunum á sóknarmanninum Craig Bellamy sem kemur frá West Ham. Þessi 29 ára leikmaður stóðst læknisskoðun í dag og skrifaði undir samning til fjögurra ára.

Kaupverðið á Bellamy er ekki gefið upp en það er talið vera í kringum 14 milljónir punda. Mark Hughes, stjóri City, þekkir Bellamy vel frá tímum sínum við stjórnvölinn hjá landsliði Wales.

Bellamy gekk til liðs við West Ham á 7,5 milljónir punda á síðasta tímabili en þar á undan lék hann með Norwich, Newcastle, Celtic, Blackburn og Liverpool.

Tottenham hafði einnig áhuga á að fá Bellamy en West Ham gerði leikmanninum ljóst að ekki kæmi til greina að selja hann til erkifjenda sinna í London. Bellamy samþykkti þá að fara til City og er reiknað með að hann leiki sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Newcastle 28. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×