Enski boltinn

Alfonso Alves var rændur um helgina

Nordic Photos/Getty Images

Brasilíski framherjinn Alfonso Alves hjá Middlesbrough kom að íbúð sinni í rúst um helgina þegar hann sneri heim eftir leik Boro og Portsmouth.

Alves varð fimmtándi leikmaðurinn í úrvalsdeildinni sem lendir í þessari óskemmtilegu reynslu, en tjónið sem hann varð fyrir er sagt nema rúmlega 8 milljónum króna.

Á meðal þess sem stolið var úr íbúð Alves var tölvur, skartgripir, skór, treyjusafn hans og talsvert af reiðufé.

Alves bætist því á langan lista leikmanna sem brotist hefur verið inn hjá á síðustu misserum. Á meðal þeirra eru Steven Gerrard, Daniel Agger, Dirk Kuyt, Peter Crouch og Emile Heskey.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×