Innlent

L-listinn með áhyggjur af fullveldinu

Frá blaðamannafundi L-listans. Bjarni Harðarson stendur á myndinni.
Frá blaðamannafundi L-listans. Bjarni Harðarson stendur á myndinni.

Frambjóðendur L-listans lýsa yfir þungum áhyggjum af fullveldi og sjálfstæði Íslands i ljósi nýliðinna prófkjara í tilkynningu sem þeir sendu frá sér nú síðdegis. Þar kemur fram að ástæðan fyrir áhyggjum þeirra sé sú að líkur bendi til þess að fleiri ESB-sinnar setjist nú á Alþingi Íslendinga en áður.

Orðrétt segir í yfirlýsingunni: „Vaxandi ítök ESB sinna á öllum framboðslistum Sjálfstæðisflokks eru hér sérstakt áhyggjuefni en flokkurinn var til skamms tíma brjóstvörn sjálfstæðissinna á Íslandi. Yfirlýsingar frá oddvitum allra lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu benda til að Sjálfstæðisflokkurinn stefni ótrauður að aðildarviðræðum við ESB. Frambjóðendur L - listans telja að þar með sé lagt í hættulegan leik með það fjöregg þjóðarinnar sem sjálfstæði þjóðarinnar er."

Þá lýsir L-listinn ennfremur yfir þungum áhyggjum vegna stefnubreytingar formanns Framsóknarflokksins. Því til rökstuðnings bendir fulltrúar listans á meinta stefnubreytingu þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á að hafa lýst því yfir á Viðskiptaþingi í síðustu viku að stefna flokksins væri sú að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og þar af leiðandi taka upp evru.

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á vefsvæði L-listans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×