Enski boltinn

Liverpool mistókst að komast á toppinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í kvöld. Fyrirliðarnir Steven Gerrard hjá Liverpool og Phil Neville hjá Everton eigast við.
Úr leiknum í kvöld. Fyrirliðarnir Steven Gerrard hjá Liverpool og Phil Neville hjá Everton eigast við.

Liverpool og Everton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool mistókst þar með að endurheimta toppsæti deildarinnar en þar situr Manchester United með betri markatölu en Liverpool.

Fernando Torres fór illa með dauðafæri í fyrri hálfleik en staðan var markalaus í leikhléi. Steven Gerrard tók síðan forystuna fyrir Liverpool með hnitmiðuðu skoti á 68. mínútu.

En Everton jafnaði á 87. mínútu þegar Tim Cahill skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Mikel Arteta. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skiptu stigunum á milli sín.

Liverpool er í öðru sæti með 47 stig, jafn mörg og Manchester United en United er með betri markatölu og á leik til góða. Everton situr í sjötta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×