Enski boltinn

Walcott framlengir við Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theo Walcott í leik með Arsenal.
Theo Walcott í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Theo Walcott hefur framlengt samning sinn við Arsenal en ekki er tekið fram hversu langur samningurinn er.

Þetta kom fram á heimasíðu Arsenal í dag og sagði Walcott í viðtali við síðuna að hann væri ánægður með nýja samninginn.

„Það er frábært að starfa með besta knattspyrnustjóra heims og spila á Emirates-leikvanginum. Ég vil halda áfram að spila með þessu félagi og hlakka til framtíðarinnar."

Walcott fór úr axlarlið í nóvember síðastliðnum og sneri ekki aftur fyrr en í síðasta mánuði. Engu að síður hefur hann komið við sögu í 32 leikjum félagsins í vetur og skorað í þeim sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×