Enski boltinn

Hull keypti Bullard á metfé

NordicPhotos/GettyImages

Hull City hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Jimmy Bullard frá Fulham fyrir 5 milljónir punda. Hann er þar með orðinn dýrasti knattspyrnumaður í sögu Hull.

Hinn þrítugi Bullard gerði garðinn frægan hjá Wigan áður en hann gekk í raðir Fulham, en þar náði hann að vinna sér sæti í enska landsliðinu með frammistöðu sinni.

Hull byrjaði frábærlega í deildinni í sumar og haust, en hefur hríðfallið niður töfluna síðustu vikur.

"Stuðningurinn sem stjórnarformaðurinn hefur sýnt mér þó ég sé nýr stjóri í úrvalsdeildinni er frábær," sagði Phil Brown, stjóri Hull um kaupin í dag, sem hjá flestum öðrum félögum í úrvalsdeildinni þættu ekki merkileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×