Heimir: Ég kemst ekki inn í hausinn á mönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2009 18:41 Heimir Guðjónsson þjálfari FH Mynd/Vilhelm FH tapaði sínum þriðja leik í Pepsi-deildinni sumar þegar þeir lágu gegn Grindvíkingum á heimavelli sínum í Kaplakrika. Sigur Grindvíkinga var fyllilega verðskuldaður og Heimir Guðjónsson var mjög ósáttur með sína leikmenn eftir leikinn. "Það er ekki hægt að segja neitt. Við vorum niðurlægðir af mjög spræku liði Grindavíkur sem hafði virkilegan áhuga á að vinna þennan leik á meðan við höfðum akkúrat engan áhuga á því. Þetta var mjög svo sannfærandi sigur hjá þeim og við vorum ljónheppnir að forysta þeirra var ekki meiri í hálfleik," sagði Heimir í samtali við Vísi að leik loknum. Mikil umræða hafði verið í gangi undanfarið um svínaflensu í herbúðum Grindvíkinga á sama tíma og menn tala um að það sé forgangsatriði hjá FH að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Heimir sagðist ekki geta sagt um hvort vanmat hefði orsakað slakan leik sinna manna. "Ég hef ekki hugmynd um það, ég kemst ekki inn í hausinn á leikmönnunum en mér fannst vera mjög góð stemmning fyrir leikinn en þú færð lítið fyrir að vera með stemmningu inni í klefa því þetta snýst um að vera með stemmninguna þegar á völlinn er komið. Það er eitt að tapa fótboltaleik en að tapa honum eins og við gerðum í dag er með hreinustu ólíkindum." "Mér fannst FH liðið sem var stillt upp í dag vera feykilega sterkt á pappírunum. Það er ekki nóg því það þarf að vera góður inni á vellinum. Meiðsli og leikbönn eru partur af þessu. Maður hefði haldið að þegar kæmu upp meiðsli og leikbönn að séu leikmenn sem vilji sanna sig, en það var ekki að sjá í dag," bætti Heimir við en nokkra lykilmenn vantaði í lið FH í dag. Grindvíkingar lokuðu gjörsamlega á vinstri væng FH og sóknarlotur FH voru þar fyrir utan hægar og bitlausar. "Ef við tökum fótboltalegu hliðina þá áttum við einhverjar 20-30 feilsendingar í fyrri hálfleik. Auðvitað vissum við að þeir myndu liggja til baka og keyra hratt á okkur og við gáfum boltann oft frá okkur á slæmum stöðum. Síðan er ekkert mál að loka á liðið ef hver og einn leikmaður ætlar að taka 7-8 snertingar á boltann áður en hann sendir hann. Lið eins og FH það brýtur ekki niður neinar varnir ef leikmennirnir ætla að klappa boltanum út í eitt," sagði Heimir. Tryggvi Guðmundsson, Atli Guðnason, Björn Daníel Sverrisson og Dennis Siim voru allir fjarverandi vegna meiðsla hjá FH, auk þess sem Guðmundur Sævarsson og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hafa verið meiddir í töluverðan tíma. Heimir sagðist vonast til að fá einhverja leikmenn til baka fljótlega. "Ég er að vona að Atli Guðnason og Dennis verði klárir í næsta leik en hinir verða örugglega eitthvað lengur frá," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH að lokum og Tryggvi Guðmundsson staðfesti við blaðamann Vísis að leik loknum að hann yrði frá í einhverjar vikur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
FH tapaði sínum þriðja leik í Pepsi-deildinni sumar þegar þeir lágu gegn Grindvíkingum á heimavelli sínum í Kaplakrika. Sigur Grindvíkinga var fyllilega verðskuldaður og Heimir Guðjónsson var mjög ósáttur með sína leikmenn eftir leikinn. "Það er ekki hægt að segja neitt. Við vorum niðurlægðir af mjög spræku liði Grindavíkur sem hafði virkilegan áhuga á að vinna þennan leik á meðan við höfðum akkúrat engan áhuga á því. Þetta var mjög svo sannfærandi sigur hjá þeim og við vorum ljónheppnir að forysta þeirra var ekki meiri í hálfleik," sagði Heimir í samtali við Vísi að leik loknum. Mikil umræða hafði verið í gangi undanfarið um svínaflensu í herbúðum Grindvíkinga á sama tíma og menn tala um að það sé forgangsatriði hjá FH að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Heimir sagðist ekki geta sagt um hvort vanmat hefði orsakað slakan leik sinna manna. "Ég hef ekki hugmynd um það, ég kemst ekki inn í hausinn á leikmönnunum en mér fannst vera mjög góð stemmning fyrir leikinn en þú færð lítið fyrir að vera með stemmningu inni í klefa því þetta snýst um að vera með stemmninguna þegar á völlinn er komið. Það er eitt að tapa fótboltaleik en að tapa honum eins og við gerðum í dag er með hreinustu ólíkindum." "Mér fannst FH liðið sem var stillt upp í dag vera feykilega sterkt á pappírunum. Það er ekki nóg því það þarf að vera góður inni á vellinum. Meiðsli og leikbönn eru partur af þessu. Maður hefði haldið að þegar kæmu upp meiðsli og leikbönn að séu leikmenn sem vilji sanna sig, en það var ekki að sjá í dag," bætti Heimir við en nokkra lykilmenn vantaði í lið FH í dag. Grindvíkingar lokuðu gjörsamlega á vinstri væng FH og sóknarlotur FH voru þar fyrir utan hægar og bitlausar. "Ef við tökum fótboltalegu hliðina þá áttum við einhverjar 20-30 feilsendingar í fyrri hálfleik. Auðvitað vissum við að þeir myndu liggja til baka og keyra hratt á okkur og við gáfum boltann oft frá okkur á slæmum stöðum. Síðan er ekkert mál að loka á liðið ef hver og einn leikmaður ætlar að taka 7-8 snertingar á boltann áður en hann sendir hann. Lið eins og FH það brýtur ekki niður neinar varnir ef leikmennirnir ætla að klappa boltanum út í eitt," sagði Heimir. Tryggvi Guðmundsson, Atli Guðnason, Björn Daníel Sverrisson og Dennis Siim voru allir fjarverandi vegna meiðsla hjá FH, auk þess sem Guðmundur Sævarsson og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hafa verið meiddir í töluverðan tíma. Heimir sagðist vonast til að fá einhverja leikmenn til baka fljótlega. "Ég er að vona að Atli Guðnason og Dennis verði klárir í næsta leik en hinir verða örugglega eitthvað lengur frá," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH að lokum og Tryggvi Guðmundsson staðfesti við blaðamann Vísis að leik loknum að hann yrði frá í einhverjar vikur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira