Lið ársins í enska boltanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. desember 2009 21:00 Fabregas hefur farið á kostum. Strákarnir á goal.com hafa ekki bara tekið saman vonbrigðalið tímabilsins í enska boltanum því þeir hafa einnig val lið ársins. Liðsuppstillingin að þessu sinni er 4-4-2. Markvörður: Joe Hart, Birmingham.Kom í láni frá Man. City eftir að félagið keypti Shay Given. Hart hefur staðið sig frábærlega hjá Birmingham eins og tölfræðin sýnir meðal annars. Í 18 leikjum hefur hann fimm sinnum haldið hreinu og aðeins fengið á sig 18 mörk. Hann er þess utan ekki einu sinni í góðu liði. Hægri bakvörður: Stephen Carr, Birmingham. Það eru allir sammála því að Birmingham er að leika talsvert fyrir ofan getu. Árangur liðsins í vetur má þó að mestu þakka frábærum varnarleik og markvörslu. Þar hefur fyrirliðinn Carr farið mikinn. Miðvörður: Richard Dunne, Aston Villa. Enn einn leikmaðurinn sem Man. City gat ekki notað og blómstrar annars staðar. Dunne hefur farið á kostum í vörn Villa og þess utan skorað tvö mikilvæg mörk. City hlýtur að naga sig í handarbökin yfir því að hafa látið hann fara. Miðvörður: John Terry, Chelsea HM-tímabil dregur greinilega fram það besta hjá fyrirliða Chelsea, í það minnsta inn á vellinum því hann hefur ekki alveg gert eins gott mót utan vallar. Chelsea-vörnin er sú besta í deildinni og ef ekki væri fyrir afglöp Cech í markinu fengi Chelsea varla á sig mark. Vinstri bakvörður: Patrice Evra, Man. Utd. Mesta keppnin um sæti í liðinu er þessi staða. Ashley Cole gæti hæglega verið hér líka. Frakkinn var ekki alveg upp á sitt besta í fyrra en hann hefur verið í toppformi og haldið miklum stöðugleika í allan vetur. Eins og rennilás upp og niður vænginn. Hefur ekki veitt af þar sem flestir varnarmenn United hafa verið meiddir í vetur. Hægri kantur: Aaron Lennon, Tottenham. Menn eru hættir að tala um Lennon sem leikmann sem á eftir að blómstra. Hann er að blómstra í vetur og hefur lagt upp 8 mörk í 17 leikjum. Þess utan skorað 3 mörk og er sífellt ógnandi. Er kominn í landsliðið og ef hann heldur svona áfram verður hann frábær á HM næsta sumar. Miðjumaður: Darren Fletcher, Man. Utd Fyrir ekki löngu síðan var Fletcher aðhlátursefni margra sem skildu ekki hvað hann væri að gera hjá United. Þeir sem hlógu eru í dag í felum inn í skáp enda er Fletcher orðinn miðjumaður númer eitt hjá United. Þekktur fyrir að blómstra í stóru leikjunum. Sérfræðingur í að brjóta niður sóknir andstæðinganna og verður sífellt betri í að sækja fram og skora. Kominn með þrjú mörk í vetur. Verið það góður að hann slær Michael Essien út í baráttunni um þessa stöðu. Miðjumaður: Cesc Fabregas, Arsenal.Ef við værum að kjósa leikmann ársins það sem af er þá væri Fabregas langefstur á því blaði. Hann er stoðsendingakóngur deildarinnar eins og svo oft áður. Kominn með 12 stoðsendingar í 16 leikjum og svo má ekki gleyma því að hann hefur líka skorað 7 mörk, sum hver stórglæsileg. Er þess utan fyrirliði Arsenal-liðs sem hefur blómstrað og jafnvel leikið yfir getu að margra mati. Vinstri kantur: Craig Bellamy, Man. City Bellamy var ekki sáttur við að vera settur út á vænginn í upphafi tímabils en hann hafði trú á Hughes og vildi sýna honum tryggð. Þess vegna fór hann á kantinn og af allt sem hann átti. Þar hefur hann líka blómstrað og verið besti maður City í vetur. Hinn mikli kraftur hans er ómetanlegur fyrir liðið og verður áhugavert að sjá hvernig Mancini tekst að nýta hinu miklu krafta Walesverjans. Framherji: Jermain Defoe, Tottenham. Skorað reglulega fyrir Spurs í vetur og meðal annars fimm mörk í einum og sama leiknum. Hann skorar sín mörk þess utan með stæl. Framherji: Didier Drogba, Chelsea. Búinn að skora 13 mörk í 15 leikjum og þess utan gefið 8 stoðsendingar. Lygileg frammistaða. Hefur einnig náð vel saman við fýlupúkann Nicolas Anelka en Drogba er samt aðalmaðurinn hjá Chelsea. Hans verður sárt saknað er hann fer til Afríku. Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Strákarnir á goal.com hafa ekki bara tekið saman vonbrigðalið tímabilsins í enska boltanum því þeir hafa einnig val lið ársins. Liðsuppstillingin að þessu sinni er 4-4-2. Markvörður: Joe Hart, Birmingham.Kom í láni frá Man. City eftir að félagið keypti Shay Given. Hart hefur staðið sig frábærlega hjá Birmingham eins og tölfræðin sýnir meðal annars. Í 18 leikjum hefur hann fimm sinnum haldið hreinu og aðeins fengið á sig 18 mörk. Hann er þess utan ekki einu sinni í góðu liði. Hægri bakvörður: Stephen Carr, Birmingham. Það eru allir sammála því að Birmingham er að leika talsvert fyrir ofan getu. Árangur liðsins í vetur má þó að mestu þakka frábærum varnarleik og markvörslu. Þar hefur fyrirliðinn Carr farið mikinn. Miðvörður: Richard Dunne, Aston Villa. Enn einn leikmaðurinn sem Man. City gat ekki notað og blómstrar annars staðar. Dunne hefur farið á kostum í vörn Villa og þess utan skorað tvö mikilvæg mörk. City hlýtur að naga sig í handarbökin yfir því að hafa látið hann fara. Miðvörður: John Terry, Chelsea HM-tímabil dregur greinilega fram það besta hjá fyrirliða Chelsea, í það minnsta inn á vellinum því hann hefur ekki alveg gert eins gott mót utan vallar. Chelsea-vörnin er sú besta í deildinni og ef ekki væri fyrir afglöp Cech í markinu fengi Chelsea varla á sig mark. Vinstri bakvörður: Patrice Evra, Man. Utd. Mesta keppnin um sæti í liðinu er þessi staða. Ashley Cole gæti hæglega verið hér líka. Frakkinn var ekki alveg upp á sitt besta í fyrra en hann hefur verið í toppformi og haldið miklum stöðugleika í allan vetur. Eins og rennilás upp og niður vænginn. Hefur ekki veitt af þar sem flestir varnarmenn United hafa verið meiddir í vetur. Hægri kantur: Aaron Lennon, Tottenham. Menn eru hættir að tala um Lennon sem leikmann sem á eftir að blómstra. Hann er að blómstra í vetur og hefur lagt upp 8 mörk í 17 leikjum. Þess utan skorað 3 mörk og er sífellt ógnandi. Er kominn í landsliðið og ef hann heldur svona áfram verður hann frábær á HM næsta sumar. Miðjumaður: Darren Fletcher, Man. Utd Fyrir ekki löngu síðan var Fletcher aðhlátursefni margra sem skildu ekki hvað hann væri að gera hjá United. Þeir sem hlógu eru í dag í felum inn í skáp enda er Fletcher orðinn miðjumaður númer eitt hjá United. Þekktur fyrir að blómstra í stóru leikjunum. Sérfræðingur í að brjóta niður sóknir andstæðinganna og verður sífellt betri í að sækja fram og skora. Kominn með þrjú mörk í vetur. Verið það góður að hann slær Michael Essien út í baráttunni um þessa stöðu. Miðjumaður: Cesc Fabregas, Arsenal.Ef við værum að kjósa leikmann ársins það sem af er þá væri Fabregas langefstur á því blaði. Hann er stoðsendingakóngur deildarinnar eins og svo oft áður. Kominn með 12 stoðsendingar í 16 leikjum og svo má ekki gleyma því að hann hefur líka skorað 7 mörk, sum hver stórglæsileg. Er þess utan fyrirliði Arsenal-liðs sem hefur blómstrað og jafnvel leikið yfir getu að margra mati. Vinstri kantur: Craig Bellamy, Man. City Bellamy var ekki sáttur við að vera settur út á vænginn í upphafi tímabils en hann hafði trú á Hughes og vildi sýna honum tryggð. Þess vegna fór hann á kantinn og af allt sem hann átti. Þar hefur hann líka blómstrað og verið besti maður City í vetur. Hinn mikli kraftur hans er ómetanlegur fyrir liðið og verður áhugavert að sjá hvernig Mancini tekst að nýta hinu miklu krafta Walesverjans. Framherji: Jermain Defoe, Tottenham. Skorað reglulega fyrir Spurs í vetur og meðal annars fimm mörk í einum og sama leiknum. Hann skorar sín mörk þess utan með stæl. Framherji: Didier Drogba, Chelsea. Búinn að skora 13 mörk í 15 leikjum og þess utan gefið 8 stoðsendingar. Lygileg frammistaða. Hefur einnig náð vel saman við fýlupúkann Nicolas Anelka en Drogba er samt aðalmaðurinn hjá Chelsea. Hans verður sárt saknað er hann fer til Afríku.
Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira