Enski boltinn

Evans og Anderson frá í þrjár vikur

NordicPhotos/GettyImages
Varnarmaðurinn Jonny Evans og miðjumaðurinn Anderson verða frá keppni næstu þrjár vikurnar með liði sínu Manchester United eftir að hafa orðið fyrir meðslum í 4-2 sigri liðsins á Derby í deildabikarnum á dögunum.

Anderson var borinn af velli meiddur í leiknum og óttast var að meiðsli hans væru mjög alvarleg, en í ljós koma að hann slapp óbrotinn.

Þá varð portúgalski vængmaðurinn Nani fyrir meiðslum í nára og verður frá í viku að sögn Alex Ferguson knattspyrnustjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×