Enski boltinn

United lagði Wigan og komst í annað sætið

Rooney var ekki margar mínútur inni á vellinum en skoraði sigurmarkið
Rooney var ekki margar mínútur inni á vellinum en skoraði sigurmarkið AFP

Manchester United setti frekari pressu á toppliðin í ensku úrvalsdeildinni í kvöld með 1-0 sigri á Wigan á heimavelli sínum.

Það var Wayne Rooney sem skoraði sigurmark United þegar innan við mínúta var liðin af leiknum þegar hann potaði fyrirgjöf Cristiano Ronaldo í netið af stuttu færi.

Rooney þurfti svo skömmu síðar að fara af velli meiddur á læri, en það kom ekki í veg fyrir sigur heimamanna. Liðin hafa mæst sjö sinnum í ensku úrvalsdeildinni og United hefur unnið alla leikina.

Liverpool er á toppi deildarinnar með 46 stig eftir 21 leik en United er nú komið í annað sætið með 44 stig eftir 20 leiki og getur því komist á toppinn með sigri í næsta leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×