Íslenski boltinn

Þorsteinn: Þriðja markið tók allan kraft úr okkur

Ragnar Vignir skrifar
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Þróttar.
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Þróttar.

Þorsteinn Halldórsson þjálfari Þróttar var skiljanlega niðurlútur eftir 1-5 tap á móti Grindavík í kvöld.

„Við erum að gefa ódýr mörk sem verða mikið til eftir einstaklingsmistök. Undir lok fyrri hálfleiks fórum við aðeins út úr stöðum og misstum móðinn. Mér fannst við koma af krafti í seinni hálfleik en vendipunkturinn í leiknum er þriðja markið sem tekur allann kraft úr okkur," sagði Þorsteinn.

Þorsteinn var sammála blaðamanni um bitleysi í sókn sinna manna, „Við fengum nokkrar aukaspyrnur á hættulegum stöðum en nýtum þær ekki sem skildi og sköpum lítið. Við erum að koma okkur í smá hálffæri en ekkert hættulegt því miður," sagði Þorsteinn.

Þróttarar náðu ekki að nýta sér vítaspyrnu í upphafi leiks. „Það er kannski ekki beint vendipunktur en það hefur áhrif á leikmenn og leikinn í upphafi," segir Þorsteinn.

„Það er auðvitað mesta áhyggjuefnið hvað við brotnum fljótt og förum að hlaupa út og suður og höldum ekki haus, menn fara að reyna eitthvað sjálfir og ekkert gerist", sagði Þorsteinn að lokum við Vísi.is.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×