Enski boltinn

Jo líður vel hjá Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jo fagnar öðru marka sinna um helgina.
Jo fagnar öðru marka sinna um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Jo var maður helgarinnar hjá Everton en hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins á Bolton um helgina.

Jo kom til félagsins á lánssamningi frá Manchester City nú í lok félagaskiptagluggans en þetta var fyrsti leikur hans með Everton.

Hann kom til City frá CSKA Moskvu í sumar en náði aðeins að skora eitt mark með félaginu í haust.

Auk þess að skora tvö mörk fyrir Everton í leiknum fiskaði hann einnig víti í leiknum.

„Það skiptir máli að koma inn í lið þar sem allir leikmenn eru góðir vinir í stað þess að vera í liði þar sem allir leikmenn eru stórstjörnur en þekkjast ekki," sagði Jo. „City er að reyna að búa til liðsheild en það er verkefni sem tekur tíma. Það er því mjög frábrugðið því sem er hjá Everton."

„Mér leið eins og heima hjá mér um leið og ég kom hingað. Stjórinn hefur sýnt mér mikið traust og jafnvel þó svo að ég hafi ekki spilað í svolítinn tíma leið mér vel fyrir leikinn um helgina."

Smelltu hér til að sjá myndband af Jo í leiknum gegn Bolton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×