Enski boltinn

Wigan hafnaði tilboði Tottenham í Palacios

NordicPhotos/GettyImages

Dave Whelan stjórnarformaður Wigan segist hafa hafnað 10 milljón punda kauptilboði frá Tottenham í miðjumanninn Wilson Palacios.

Hinn 24 ára gamli Palacios hefur verið hjá Wigan í rúmt ár en hann kom til félagsins frá Birmingham með knattspyrnustjóranum Steve Bruce á sínum tíma.

Hann var lánsmaður frá liði Deportivo Olimpia en gerði þriggja og hálfs árs samning við Wigan og framlengdi hann síðast við félagið í ágúst.

"Við viljum ekki missa hann en Tottenham vill fá hann. Tíu milljónir punda er ekki nógu mikið fyrir svona leikmann og við viljum sannarlega fá meira fyrir hann. Við þyrftum að kaupa mann í stað hans ef við seldum hann og það er ekki hægt að fá mann til að fylla skarð hans," sagði Whelan.

Palacios, sem er frá Hondúras, hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×