Meiðslasaga norska sóknarmannsins John Carew hjá Aston Villa heldur áfram. Carew lék virkilega vel í byrjun tímabilsins en hefur ekki leikið í rúman mánuð vegna meiðsla.
Talsmaður Carew óttast að leikmaðurinn snúi ekki aftur í slaginn fyrr en í mars. Aston Villa hefur verið orðað við Emile Heskey hjá Wigan en Martin O'Neill stefnir á að kaupa sóknarmann í janúar.