Enski boltinn

Ferguson: Við vitum að við þurfum að vera þolinmóðir

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic photos/AFP

Knattpyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United var ánægður með þolinmæðina sem lið hans sýndi í 2-0 sigrinum gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford-leikvanginum í kvöld.

Blackburn pakkaði í vörn frá fyrsta flauti og náði að halda marki sínu hreinu þangað til á 55. mínútu þegar Dimitar Berbatov skoraði sannkallað gull af marki. Wayne Rooney innsiglaði svo sigurinn á 86. mínútu og Ferguson hrósaði liði sínu í leikslok.

„Leikmenn mínir lögðu mjög hart að sér gegn skipulögðu Blackburn liði. Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og við höfum sem betur fer reynsluna til þess að verða ekki stressaðir þó svo að fyrsta markið láti bíða eftir sér.

Við getum unnið leiki í uppbótartíma ef til þarf og höfum sýnt það oft. Það er einn helsti styrkur þessa liðs, að Við höldum haus og gefumst aldrei upp," sagði Ferguson ánægður í leikslok í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×