Enski boltinn

Defoe var kynntur of snemma

Defoe var leikmaður Portsmouth þegar hann var kynntur á White Hart Lane - og er enn - að sögn Daily Mail
Defoe var leikmaður Portsmouth þegar hann var kynntur á White Hart Lane - og er enn - að sögn Daily Mail NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Mail segir að forráðamönnum Portsmouth hafi blöskrað mikið þegar þeir sáu Jermain Defoe kynntan til sögunnar sem nýjasta leikmann Tottenham fyrir bikarleikinn gegn Burnley í fyrrakvöld.

Það sé vegna þess að félögin hafi alls ekki verið búin að koma sér saman um endanlegt kaupverð á framherjanum, þó hann hafi að sögn blaðsins samþykkt að skrifa undir fimm ára samning með um 60,000 pund í vikulaun.

Daily Mail segir að samningar muni takast með liðunum þrátt fyrir þessa fljótfærni í forráðamönnum Tottenham. Það muni væntanlega klárast í dag og Defoe því klár í slaginn gegn Wigan á JJB vellinum á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×