Innlent

Toyota verður áfram á Íslandi þrátt fyrir gjaldþrot eiganda

Skilanefnd Landsbankans er við það að taka yfir rekstur Toyota umboðsins á Íslandi.

Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum erþví að missa yfirráðin yfir félaginu.

Tadashi Arashima forstjóri Toyota í Evrópu sagði í dag að íslenskir bankar, kröfuhafar Toyota á Íslandi, hefðu tekið reksturinn yfir og eigandinn væri kominn í þrot.

Skilanefnd Landsbankans hafði í hyggju fyrr á þessu ári að ganga að veðum í Toyota hér á landi. Þessar fyrirtætlanir gengu hins vegar ekki eftir vegna andstöðu við þær hjá höfuðstöðvum Toyota í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×