Heiðmerkurhrottar kærðir í dag 30. apríl 2009 09:51 Frá Heiðmörk. Mynd/Pjetur Stúlkurnar sem námu 15 ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk í gær verða kærðar í dag, segir Hrönn Óskarsdóttir, systir fórnarlambsins. Fjölskyldan hefur fengið afar sterk viðbrögð í kjölfar árásarinnar. Systir Hrannar var göbbuð upp í jeppabifreið við heimili sitt í gær undir þeim formerkjum að hún væri að fara að sættast við stúlku sem taldi sig eiga óuppgerðar sakir við hana. Skömmu síðar bættust sex aðrar stúlkur í bifreiðina við Suðurver. Því næst óku stúlkurnar með hana upp í Heiðmörk og gengu í skrokk á henni. Þar gengu tvær af stúlkunum hart fram og veittu systur Hrannar meðal annars höfuðhögg. Því næst var hún skilin eftir í Hafnarfirði og hótað lífláti kjaftaði hún frá. Jafnframt kröfðust þær þess að hún greiddi þeim 150 þúsund krónur í dag. Læknar telja að hurð hafi skollið nærri hælum, segir Hrönn. Ekki hefði þurft nema eitt högg á rangan stað sem hefði kostað systur hennar lífið.Átti erfitt með svefn í nótt Hrönn segir að eftir að fjölskyldan hafi gert grein fyrir árásinni á lögreglustöð hafi rannsóknarlögreglumaður haft samband. „Árásin verður kærð síðar í dag," segir Hrönn. Jafnframt verði systur hennar veitt áfallahjálp á Landspítalanum í dag. Hún hafi átt afar erfitt með svefn í nótt. „Við höfum fengið gríðarlega mikil og sterk viðbrögð. Síminn stoppar ekki og fólk á ekki orð yfir þessu," segir Hrönn. „Það þarf að stöðva svona ofbeldismenn." Fjölskyldan hefur vitneskju um að stúlkurnar, sem eru á aldrinum 16 til 17 ára, séu nemendur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og ætla Hrönn og faðir hennar að ræða við skólastjórnendur í dag. Tengdar fréttir Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29. apríl 2009 20:32 „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29. apríl 2009 21:58 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Stúlkurnar sem námu 15 ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk í gær verða kærðar í dag, segir Hrönn Óskarsdóttir, systir fórnarlambsins. Fjölskyldan hefur fengið afar sterk viðbrögð í kjölfar árásarinnar. Systir Hrannar var göbbuð upp í jeppabifreið við heimili sitt í gær undir þeim formerkjum að hún væri að fara að sættast við stúlku sem taldi sig eiga óuppgerðar sakir við hana. Skömmu síðar bættust sex aðrar stúlkur í bifreiðina við Suðurver. Því næst óku stúlkurnar með hana upp í Heiðmörk og gengu í skrokk á henni. Þar gengu tvær af stúlkunum hart fram og veittu systur Hrannar meðal annars höfuðhögg. Því næst var hún skilin eftir í Hafnarfirði og hótað lífláti kjaftaði hún frá. Jafnframt kröfðust þær þess að hún greiddi þeim 150 þúsund krónur í dag. Læknar telja að hurð hafi skollið nærri hælum, segir Hrönn. Ekki hefði þurft nema eitt högg á rangan stað sem hefði kostað systur hennar lífið.Átti erfitt með svefn í nótt Hrönn segir að eftir að fjölskyldan hafi gert grein fyrir árásinni á lögreglustöð hafi rannsóknarlögreglumaður haft samband. „Árásin verður kærð síðar í dag," segir Hrönn. Jafnframt verði systur hennar veitt áfallahjálp á Landspítalanum í dag. Hún hafi átt afar erfitt með svefn í nótt. „Við höfum fengið gríðarlega mikil og sterk viðbrögð. Síminn stoppar ekki og fólk á ekki orð yfir þessu," segir Hrönn. „Það þarf að stöðva svona ofbeldismenn." Fjölskyldan hefur vitneskju um að stúlkurnar, sem eru á aldrinum 16 til 17 ára, séu nemendur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og ætla Hrönn og faðir hennar að ræða við skólastjórnendur í dag.
Tengdar fréttir Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29. apríl 2009 20:32 „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29. apríl 2009 21:58 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29. apríl 2009 20:32
„Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29. apríl 2009 21:58