Innlent

Obama og Össur ræddu um jarðhitavinnslu

Obama og Össur ræddu heilmikið saman um helgina.
Obama og Össur ræddu heilmikið saman um helgina.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddu um nánara samstarf ríkjanna tveggja á sviði jarðhitavinnslu á leiðtogafundi NATO um helgina.

Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Obama forseti hafi lýst miklum áhuga á slíku samstarfi og kvaðst þekkja til forystu Íslands á því sviði. Hann sagði ríkisstjórn sína mjög einbeitta í því að þróa endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skapa ný græn störf.

Áður en leiðtogafundinum lauk útnefndi Obama forseti einn af helstu ráðgjöfum sínum sem sérstakan tengil skrifstofu sinnar í Hvíta húsinu við Ísland á þessu sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×