Erlent

Stakk starfsmann vinnumiðlunar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Starfsmaður atvinnumiðlunar í Árósum í Danmörku var stunginn í miðju viðtali við viðskiptavin í gær. Starfsmaðurinn, tæplega fimmtug kona, var að taka niður upplýsingar um rúmlega fertugan viðskiptavin þegar sá síðarnefndi dró upp hníf og stakk hana rétt neðan við vinstri handlegg. Settist hann svo pollrólegur niður og beið eftir lögreglunni. Konan er ekki í lífshættu en starfsfólk vinnumiðlunarinnar fékk áfallahjálp eftir atburðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×