Fótbolti

Veigar enn á bekknum hjá Nancy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veigar Páll í leik með íslenska landsliðinu.
Veigar Páll í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Veigar Páll Gunnarsson kom ekkert við sögu er Nancy gerði 2-2 jafntefli við Le Mans í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Veigar Páll kemur ekkert við sögu. Hann hefur alls komið við sögu í fjórum leikjum síðan hann kom frá Stabæk um áramótin, þar af einu sinni sem byrjunarliðsmaður.

Nancy er í fjórtánda sæti deildarinnar með 30 stig og er alls ekki laust við falldrauginn. Le Mans er í tólfta sæti með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×