Innlent

Svalir brustu undan tuttugu manns

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Minnstu munaði að illa færi þegar svalir á húsi í Ölveri, undir Hafnarfjalli, hrundu undan hópi tuttugu unglinga í gærkvöldi. Nokkrir unglingar meiddust, en þó ekki alvarlega. Hópurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akranesi og dvelur einn þar enn til eftirlits. Fallið var um tveir og hálfur metri og þykir mildi að ekki fór verr. Svalirnar voru á húsi, sem notað er sem sumarbúðir, en í gærkvöldi var þar 50 manna hópur unglinga úr sjöunda bekk grunnskólans á Akranesi. Lögregla rannskar tildrög málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×