Umfjöllun: Stórsigur Stjörnunnar gegn Fram Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júní 2009 18:15 Leikmenn Stjörnunnar fagna marki fyrr í sumar. Mynd/Valli Stjarnan er í 2.sæti Pepsi-deildar karla eftir stórsigur á Fram í Garðabæ í kvöld. Framarar sitja hins vegar í 9.sætinu með 5 stig. Fyrri hálfleikurinn í gær var algjörlega eign heimamanna. Stjörnumenn voru miklu betri á öllum sviðum fótboltans og þar fyrir utan mun grimmari í öllum návígjum. Strax á 12.mínútu kom Halldór Orri Björnsson heimamönnum yfir þegar hann afgreiddi boltann glæsilega í netið eftir sendingu Guðna Rúnars Helgasonar, en Halldór Orri átti mjög góðan leik í kvöld. Framarar hresstust eilítið um miðjan hálfleikinn og á 25.mínútu fékk Hjálmar Þórarinsson dauðafæri sem hann náði ekki að nýta. Þremur mínútum síðar skoraði hinn 19 ára Arnar Már Björgvinsson síðan annað mark Stjörnunnar eftir klafs í teignum, en Arnar Már var í fyrsta skipti í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld eftir að hafa skorað 4 mörk sem varamaður í leikjum Stjörnunnar til þessa. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var greinilega ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik því hann skipti þremur varamönnum inná á leikhléi. Það bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur þó svo að leikur Fram hafi aðeins skánað í síðari hálfleik. Stjörnumenn færðu sig aðeins aftar á völlinn eftir hlé og beittu eitruðum skyndisóknum. Það bar árangur því á 65.mínútu skoraði Arnar Már sitt annað mark eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Fram og klárað færið frábærlega. Arnar er þar með orðinn markahæstur í Pepsi-deildinni með 6 mörk í 7 leikjum. Þremur mínútum síðar skoraði Halldór Orri svo á nýjan leik eftir skelfilegan varnarleik Framara. Eftir það slökuðu heimamenn aðeins á og Framarar fengu nokkur færi undir lokin. Ingvar Ólason nýtti eitt þeirra þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Niðurstaðan 4-1 sigur Stjörnunnar sem sitja sem fastast í 2.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum FH.Stjarnan - Fram 4-1 1-0 Halldór Orri Björnsson (12.mín) 2-0 Arnar Már Björgvinsson (28.mín) 3-0 Arnar Már Björgvinsson (65.mín) 4-0 Halldór Orri Björnsson (68.mín) 4-1 Ingvar Þór Ólason (78.mín) Stjörnuvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (4) Skot (á mark): 17-8 (8-3)Varin skot: Bjarni 2 - Hannes 3Horn: 8 - 4Aukaspyrnur fengnar: 9 - 6Rangstöður: 4 - 2 Stjarnan (4-5-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Guðni Rúnar Helgason 6 (76 Bjarki Páll Eysteinsson -) Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 7 Hafsteinn Rúnar Helgason 7 Arnar Már Björgvinsson 8 (83 Andri Sigurjónsson -) Birgir Hrafn Birgisson 7 (83 Ellert Hreinsson -) Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 Björn Pálsson 7Halldór Orri Björnsson 8 - Maður leiksinsÞorvaldur Árnason 6 Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 4 Almarr Ormarsson 3 Auðun Helgason 3 Jón Guðni Fjóluson 2 Samuel Tillen 3 Ívar Björnsson 4 (46 Alexander Veigar Þórarinsson 5) Halldór Hermann Jónsson 4 Paul McShane 4 Daði Guðmundsson 2 (46 Ingvar Þór Ólason 5) Josep Tillen 3 (46 Heiðar Geir Júlíusson 5) Hjálmar Þórarinsson 3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Fram. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorvaldur: Auðvitað hef ég áhyggjur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki kátur eftir leik sinna manna í Fram gegn Stjörnunni enda Framarar teknir í bakaríið gegn spútnikliði Stjörnunnar. 14. júní 2009 21:24 Bjarni: Kraftur, hraði og flott spil Bjarni Jóhannsson er þjálfari Stjörnunnar og hann var vitaskuld ánægður eftir stórsigur sinna manna gegn Frömurum. 14. júní 2009 21:44 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Stjarnan er í 2.sæti Pepsi-deildar karla eftir stórsigur á Fram í Garðabæ í kvöld. Framarar sitja hins vegar í 9.sætinu með 5 stig. Fyrri hálfleikurinn í gær var algjörlega eign heimamanna. Stjörnumenn voru miklu betri á öllum sviðum fótboltans og þar fyrir utan mun grimmari í öllum návígjum. Strax á 12.mínútu kom Halldór Orri Björnsson heimamönnum yfir þegar hann afgreiddi boltann glæsilega í netið eftir sendingu Guðna Rúnars Helgasonar, en Halldór Orri átti mjög góðan leik í kvöld. Framarar hresstust eilítið um miðjan hálfleikinn og á 25.mínútu fékk Hjálmar Þórarinsson dauðafæri sem hann náði ekki að nýta. Þremur mínútum síðar skoraði hinn 19 ára Arnar Már Björgvinsson síðan annað mark Stjörnunnar eftir klafs í teignum, en Arnar Már var í fyrsta skipti í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld eftir að hafa skorað 4 mörk sem varamaður í leikjum Stjörnunnar til þessa. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var greinilega ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik því hann skipti þremur varamönnum inná á leikhléi. Það bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur þó svo að leikur Fram hafi aðeins skánað í síðari hálfleik. Stjörnumenn færðu sig aðeins aftar á völlinn eftir hlé og beittu eitruðum skyndisóknum. Það bar árangur því á 65.mínútu skoraði Arnar Már sitt annað mark eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Fram og klárað færið frábærlega. Arnar er þar með orðinn markahæstur í Pepsi-deildinni með 6 mörk í 7 leikjum. Þremur mínútum síðar skoraði Halldór Orri svo á nýjan leik eftir skelfilegan varnarleik Framara. Eftir það slökuðu heimamenn aðeins á og Framarar fengu nokkur færi undir lokin. Ingvar Ólason nýtti eitt þeirra þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Niðurstaðan 4-1 sigur Stjörnunnar sem sitja sem fastast í 2.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum FH.Stjarnan - Fram 4-1 1-0 Halldór Orri Björnsson (12.mín) 2-0 Arnar Már Björgvinsson (28.mín) 3-0 Arnar Már Björgvinsson (65.mín) 4-0 Halldór Orri Björnsson (68.mín) 4-1 Ingvar Þór Ólason (78.mín) Stjörnuvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (4) Skot (á mark): 17-8 (8-3)Varin skot: Bjarni 2 - Hannes 3Horn: 8 - 4Aukaspyrnur fengnar: 9 - 6Rangstöður: 4 - 2 Stjarnan (4-5-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Guðni Rúnar Helgason 6 (76 Bjarki Páll Eysteinsson -) Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 7 Hafsteinn Rúnar Helgason 7 Arnar Már Björgvinsson 8 (83 Andri Sigurjónsson -) Birgir Hrafn Birgisson 7 (83 Ellert Hreinsson -) Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 Björn Pálsson 7Halldór Orri Björnsson 8 - Maður leiksinsÞorvaldur Árnason 6 Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 4 Almarr Ormarsson 3 Auðun Helgason 3 Jón Guðni Fjóluson 2 Samuel Tillen 3 Ívar Björnsson 4 (46 Alexander Veigar Þórarinsson 5) Halldór Hermann Jónsson 4 Paul McShane 4 Daði Guðmundsson 2 (46 Ingvar Þór Ólason 5) Josep Tillen 3 (46 Heiðar Geir Júlíusson 5) Hjálmar Þórarinsson 3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Fram. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorvaldur: Auðvitað hef ég áhyggjur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki kátur eftir leik sinna manna í Fram gegn Stjörnunni enda Framarar teknir í bakaríið gegn spútnikliði Stjörnunnar. 14. júní 2009 21:24 Bjarni: Kraftur, hraði og flott spil Bjarni Jóhannsson er þjálfari Stjörnunnar og hann var vitaskuld ánægður eftir stórsigur sinna manna gegn Frömurum. 14. júní 2009 21:44 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Þorvaldur: Auðvitað hef ég áhyggjur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki kátur eftir leik sinna manna í Fram gegn Stjörnunni enda Framarar teknir í bakaríið gegn spútnikliði Stjörnunnar. 14. júní 2009 21:24
Bjarni: Kraftur, hraði og flott spil Bjarni Jóhannsson er þjálfari Stjörnunnar og hann var vitaskuld ánægður eftir stórsigur sinna manna gegn Frömurum. 14. júní 2009 21:44